Trump stefnir á svipaða siglingu og hann var á þegar best lét.

Hinn dæmalausi uppgangur Donalds Trump frá því að hann skellti sér í forkosningar Republikana fyrir forsetakosningarnar 2016 byggðist kannski mest á því, að honum tókst að vera í helstu fréttum allra fjölmiðla nær daglega frá byrjun. 

Hann hóf notkun Twitter upp á nýtt sig gernýtingar samfélagsmiðla á þann hátt, að allir fjölmiðlamenn heimsins neyddust til að gera láta hann komast sem næst því að vera helsta frétt hvers einasta dags. 

Því oftar sem hann gengi fram af allri pressunni, því betra. Þetta var létt verk fyrir hann, ekki aðeins vegna þess hve hægt var að komast af með knappan texta, heldur ekki síður vegna þess mest áberandi einkenni Trumps var, er og verður það að hann sé ævinlega sjálfur miðja alheimsins í hverju sem er. 

Það var til dæmis létt verk fyrir hann að upplýsa það snemma í Covid faraldrinum, að hann vissi um gögn sem sýndu ótvírætt, að ráðamenn Kína hefðu látið búa Covid til á tilraunastofu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör í kosningunum 2016.h

Svo meðvitaður var Trump snemma á ferlinum um ofurmennið Trump, að hann hafði samband við þá fjölmiðla og skammaðist ef hann væri ekki í helstu fréttum þeirra einhverja daga. 

Allur ferill Trumps hefur miðast við að halda sig sem tryggilegast í sviðsljósinu, og áttuðu fjölmiðlamenn sig ekki á því fyrr en seint og um síðir, að Trump elskaði að nafn hans væri sem mest á allra vörum, sama hvort það var fyrir gott eða vont. 

Nú má heyra ýmsa efast um gengi Trumps á leið hans í Hvíta húsið á ný, en með því að hver vandræðafréttin af annarri reki aðra, er hætta á því að svipað gerist og 2016 að honum takist að vera fremst í kastljósinu enn á ný.  

 


mbl.is Sýnir fram á hve miklir hagsmunir voru í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og nú vinna Demókratar hörðum höndum að því að koma honum í fréttirnar.

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2022 kl. 00:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvern varðar um fréttir í dag þegar allir sem ekki játa loftslagstrúna eða trúa að Rússar séu vondir menn,eru ómark.Trump er sá merkasti í BNA og mun upplýsa þjóðir heims um fágætar brellur sem komu þeim til valda.

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2022 kl. 00:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim sem gína yfir heiminum núna með Biden forseta. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2022 kl. 00:40

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Fordómafullur ertu Ómar. Blogg þitt segir bara um hug þinn en ekkert um veruleikann. Hugurinn er yrst til vinstri, bæði í íslenskri pólitík og greinilega í bandarískri. Og líklega í alheims pólitíkinni. Lengi lifi Stalín, Lenín og Marx að sjálfsögðu!

Birgir Loftsson, 27.8.2022 kl. 00:53

5 identicon

Það er víst töluvert til í þvi að fyrir stjórnmálamann er slæm umfjöllun betri en engin umfjöllun.

Vagn (IP-tala skráð) 27.8.2022 kl. 00:53

6 identicon

Það er illa komið fyrir þjóð sem þurfti að velja milli tveggja ellilífeyrisþega, annar með elliglöp og hinn siðlaus narsisisti.

En málin eru ekki betri á skerinu, eitt titrandi smáblóm nú á Bessastöðum sem gengst upp í því að eltast við nýjustu stefnur og strauma á tvitter.  Aumasti og ómerkilegast forseti sögunnar.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.8.2022 kl. 09:43

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

70 ára gömul stóryrði.svp se, um að menn séu kommúnistar,og Stalínistar, Lenínistar og Marxistar grafin upp enn og aftur.  

Ómar Ragnarsson, 27.8.2022 kl. 13:57

8 identicon

Sæll Ómar.

Líkur eru til að BNA kjósi að Úkraínustríði ljúki sem allra fyrst
með tilliti til úrslita í kjöri í nóvember og síðar
kosninga til forseta BNA.

Gangi það eftir að stríði ljúki fyrr en nú er ætlað
og a.m.k. að Putin "stígi til hliðar" þá gæti orðið
forvitnilegt að sjá hvernig fer um uppgjör innan BNA um
þátttöku þeirra og að  halda heimi á yztu nöf og hvort
réttlæting finnist fyrir því að huga svo freklega
að hagsmunum NATÓ og annað skipti ekki máli.

Það er þetta uppgjör sem gæti fleytt Trump
áfram til embættis forseta; samskiptatækni skiptir þar litlu máli.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.8.2022 kl. 14:58

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Trump var ágætur forseti. Engin meiriháttar átök byrjuðu á hans valdatíma. talið er að hann hafi komið í veg fyrir Úkraínustríð 2017. Kannski, kannki ekki. Það varð þó líklega til að hann yrði sakaður um að vera handbendi Putíns. Svolítið langsótt en þótti meira en líklegt á sínum tíma. 

Enginn hefur áhyggjur af því að fyrrverandi bandaríkjaforseti sé ofsóttur af keppinautum sínum um völd og áhrif. Ef þetta gerðist hér á Íslandi eða bara í Afríku væri það talið "bananalýðveldis vinnubrögð". 

Bandaríski Demókrataflokkurinn er ekki málsvari fyrir Íslendinga og við megur þegar ástæða er til gagnrýna framgöngu forystumanna hans. 

Gísli Ingvarsson, 29.8.2022 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband