Enn einn aukasnúningurinn á Löngusker.

Þrjósku andstæðinga Reykjavíkurflugvallar virðist lítil takmörk sett og fjölbreytnin í málflutningi endalaus. 

Í samantekt um málið í Morgunblaðinu í dag eru Löngusker eina ferðina enn komin upp á borðið, þótt meginatriði málsins séu einföld. 

Málið snýst um tvo möguleika, þar sem gerningarnir eru þrír í öðrum en aðeins einn í hinum. . 

MÖGULEIKI A.

1. Að rífa núverandi flugvöll.

2. Að að reisa íbúðabyggð i staðinn.  

3. Að gera nýjan flugvöll á nýjum stað á Lönguskerjum. 

 

Möguleiki B. 

1. Að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum. 

 

Niðurstaða: Tveir möguleikar með jafnmiklum árangri, en annar er þrefalt dýrari en hinn;

Möguleiki A með þrjá dýra gerninga. 

Möguleiki B með einn gerning. 

 


mbl.is Neikvæðni gagnvart uppbyggingu í kjölfar eldgoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fara u.þ.b. 500.000 manns um reykjvíkurflugvöll á ári.  Hve margir þeirra skyldu vera að koma frá eða fara til útlanda og hefðu miklu frekar kosið tengiflug til og frá Keflavík?

500.000 komur og brottfarir þýða 250.000 farþega.  Að teknu tilliti til ferða erlendra farþega má áætla að meðalíslendingurinn fari um fari um flugvöllin einu sinni á tveggja ára fresti.  Varla er þessi flugvöllur svo mikilvægur samgöngum á Ìslandi eins og sumir vilja vera láta.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.9.2022 kl. 17:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugvöllurinn hefur þau áhrif að ferðaleiðin fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur er 170 kílómetrum styttri en ef Keflavíkurflugvöllur er notaður. 

Um allt land liggja vegir sem eru með færri farþega en Reykjavíkurflugvöllur og stytta leiðir miklu minna.  

Hvers vegna eru þessir vegir þá bara ekki lagðir niður?

Ómar Ragnarsson, 1.9.2022 kl. 17:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikill meirihluti veganna í íslenska vegakerfinu eru með meiri umferð en Reykjavíkurflugvöllur. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2022 kl. 18:14

4 identicon

Veit ekki hvernig þú færð það út að flugvöllur í Reykjavík stytti leiðina fram og til baka milli Rvk og Ak um 170 kílómetra.  Leiðin milli flugvallanna er ca. 50 km.  Svo verður að taka með í reikningin að ekki eru allir farþegar á leið í miðbæ Reykjavíkur.

Sjúkraflug hefur mikið verið notað til að réttlæta reykjavíkurflugvöll.  Lausnin á því er einföld, þyrlusveit lhg flytur á keflavíkurflugvöl.  A borgarspítalanum er þyrlupallu og þegar upp er staðið verður ferðatími sjúklinga sennilega styttri um kef en að þræða umferðahnúta í rvk.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.9.2022 kl. 18:57

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef A/V braut yrði lengd og alvöru flugstöð reist, þá mætti líka auðveldlega bæta við flugi og flugi til útlanda, svona til að létta aðeins á örtröðinni í Leifsstöð.

Jónatan Karlsson, 1.9.2022 kl. 22:00

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nota orðið ferðaleið um þá vegalengd samanlagða á landi og í lofti sem farþegi fer fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Miðað er við brottför frá þyngdarmiðju byggðar höfuðborgarsvæðisins sem innst í Fossvogsdal 4 km frá flugvellinum. 

Núna er leiðin svona: 

Blesugróf-Rvíkurflugvöllur  4 km. 

Flugvöllur-Akureyrarflugvöllur 250 km. 

Akureyrarflugvöllur ´- miðbær   2 km

Miðbær - Flugvöllur 2 km. 

Akureyrarflugvöllur - Rvíkurflugvöllur 250 km

Rvíkurflugvöllur - Blesugróf  4 km.   

Ferðavegalengd á landi og í lofti:  4 - 250  - 2 - 2 - 250 - 4 = 512 km.  

Ferðavegalengd með því að nota Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar: 

Akstur Blesugróf - Keflavíkurflugv 49 km. 

Flug Keflavík - Akureyri  288 km.  

Akstur til og frá flugvelli nyrðra  2 plús 2. 

Flug Akureyri - Keflavík 288 km

Akstur Keflav.flugv - Blesugróf 49 km. 

Samtals ferðavegalengd: 678 km. 

Mismunur:  166 kílómetrar. 

Þessi mikli mismunur felst í því að í ferðalaginu þegar Keflavíkurflugvöllur er notaður, fer ferðamaðurinn fyrst í öfuga átt, í áttina frá Akureyri til að komast suður á Keflavíkurflugvöll. 

Á flugvellinum sjálfum þarf að aka honum á flugvélinni að meðaltali einum og hálfum kílómetra lengri vegalengd heldur en á miklu minni flugvelli í Reykjavík. 

Þá tekur við að fljúga í átt til Akureyrar, en það er ekki fyrr en eftir tæplega 40 kílómetra langt flug, sem ferðamaðurinn flýgur yfir Blesugrófina þar sem hann hóf ferðalagið. 

Síðan gerist þetta öfugt á leiðinni suður, að í stað þess að lenda í Reykjavík er flogið yfir Reykjavík og í áttina frá henni til Keflavíkur. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2022 kl. 23:51

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að flytja miðstöð þyrluflugsins til Keflavíkur er fráleitt, því að sjúklingarnir, sem fluttir eru, koma utan af landsbyggðinni og þurfa að komast til Reykjavíkur. 

Eins og nú er, kemur sjúkraflugvél með jafnþrýstiklefa og ofar skýjum með sjúklingana til Reykjavíkur utan af landi, en í útkalli þyrlu frá þyrlumiðstöð á  Keflavíkurflugvelli þyrfti sú þyrla fyrst að fljúga norður, austur eða vestur og taka sjúklinginn þar og þá fyrst að byrja að flytja hann til Reykjavíkur!    

Ómar Ragnarsson, 1.9.2022 kl. 23:59

8 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kæri Ómar.

EF innanlandsflug hverfur frá Reykjavíkurflugvelli til KEF þá yrði að fljúga lífshættulega veikum til Keflavíkur og nota síðan þyrluflug þaðan til Landsspítala. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.9.2022 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband