Ný ensk orð birtast í fjölmiðlunum daglega.

Það getur verið fróðlegt að fylgjast með stanslausri sókn enskrar tungu inn í íslenskt málfar. 

Æ oftar birtast ný orð, sem bætast við ensk orð sem þegar hafa birst dag eftir dag. 

Til dæmis má nefna fjögur orð sem birst hafa bara síðasta sólarhringinn, "bannerar", "tens" og "krúsíal móment"

Allt eru þetta orð, sem ryðja burtu ágætum íslenskum orðum, sem hafa þótt nógu góð hingað til. 

Tvö orðanna eru að vísu með íslenska beygingu, talað um bannera og um að eitthvað hefði gerst "á krúsíal mómenti."  


mbl.is Vörumerkin sem gætu misst gæðastimpil drottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru nú þínir kollegar sem eru í fararbroti þeirra sem vilja jarða íslenskuna.  Unglingar sem birta fréttatilkynningar og þýða erlendar fréttir án þess að hafa nokkurn skilning á efni "fréttarinnar". Unglingar sem hvorki kunna íslensku né ensku, úr verður ísl-enska.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.9.2022 kl. 19:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er miklu útbreiddara en þú heldur og tilvitnanirnar í dag eru dæmi um það. 

Eitt af þessum  fjórum orðum komu úr munni fjölmiðlamanns, en hin þrjú frá öðrum.  

Lúmskast er þetta hjá þeim, sem hafa lært ensku nógu vel til þess að hafa vanið sig á að hugsa á ensku og gleymt íslensku orðunum svo gersamlega að útkoman getur orðið svona þegar þjálfari er spurður, hvað sé framundan eftir að koma liði sínu í úrslit. "Maður verður að kópa við liðið til að það fókuseri á tjallendsið."

Ómar Ragnarsson, 18.9.2022 kl. 22:18

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er gangurinn í þessum málum. Ef maður þekkir þýsku og skoðar svo t.d. sænsku þá er mikið af sænskum orðum komin úr þýsku. Ýmist eru þau fengin að láni og sett í sænska búning (Fenster => fönster) eða þýdd beint og þannig búið til nýtt orð (zureichend => tillräckligt) jafnvel þótt samsvarandi sænskt orð sé til. Þetta gerðist á sínum tíma fyrir áhrif þýskrar yfirstéttar sem stjórnaði landinu.

Hér hefur verið reynt að sporna við þessari þróun en nú virðist stíflan vera að bresta enda hefur íslenskukunnáttu almennings hrakað síðustu ár. Ekki hjálpar svo pólitísk aðför feminista að tungumálinu þar sem málfræðilegt kyn og líffræðilegt kyn eru talin hafa tengingu sem þau hafa ekki og krafa gerð um hvorukyns orðmyndir þar sem málvenjan er karlkyns. Svo er það auðvitað allt fólkið sem býr hér og ekki talar íslensku.

Helgi Viðar Hilmarsson, 19.9.2022 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband