Svipað verkefni a hjólastígum og á götunum.

Umbætur í umferðinni á göngu- og hjólastígum, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is eru svipaðar og viðhafa þarf í umferð ökutækja á götunum. geirsnef_rei_hjol

Það varðar ekki aðeins hættulegan hraðakstur heldur jafnvel líka notkun farsíma eða tækja, þar sem hjólreiðamenn jafnt sem bílstjórar eru í raun að lesa niður fyrir sig í stað þess að horfa fram fyrir sig. 

Síðuhafi axlarbrotnaði til dæmis í ársbyrjun 2019 á miðju Geirsnefinu vegna þess að maður á rafreiðhjóli, sem kom á móti honum, beygði skyndilega fyrir hann þegar þeir mættust, og kom í ljós að hann hafði verið að reyna að lesa af litlum mæli á hjólinu, sem sýndi hve mikið rafafl væri eftir á hjólinu. 

Það var hálfrokkið, og málningin farin að mást á stórum köflum á punktalínunni á miðjum stígnum vegna vanrækslu við viðhald hjá borginni, sem hafði meðvirkandi áhrif. 

Myndin hér er tekin eftir að loksins var búið að máa punktalínu stígsins eftir slysið. 

Maðurinn hafði ekki lesið handbókina með nýja hjólingu sínu, en þar sást, að hægt var að kveikja ljós á raforkumælinum,

Hann tók það til bragðs að láta ljós frá ljosastaurum varpa ljósi á mælinn og punktalínuna sem hann hjólaði meðfram, en varaði sig ekki á því að hún hvarf á stórum köflum og hjólastígsljósin lýstu þar að auki aðeins eina til tvær sekúndur í senn á mælinn. 

Síðuhafi hefur séð það af léttbifhjóli sínu við umferðarljós á gatnamótum, hvernig ótrúlega stór hluti ökumanna er að nota snjallsímana á fullu og skapa með því enn meiri hættu en hætta er á á hjólastígum. 

Eftir slys á Akureyri á 2,5 metra breiðum hjólastíg fyrir nokkrum árum, var ákveðið þar á bæ að breikka hjólastíginn og aðra stíga upp í 3 metra. v til a 1

Breikkun, betra viðhald og merkingar á hjólastígum eru brýn nauðsyn, eins og sást nýlegu dæmi um ómerkt bliindhorn við Miklubraut á dögunum þar sem tveir hjólamenn komu samhliða inn á blindhornið eins og ekkert væri sjálfsagðara. 


mbl.is Vill aðgerðir gegn hraðakstri bifhjóla á göngustígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ég hjóla á mínu raf-reiðhjóli > 3000 á ári- árið um kring.
Mikið á malbikuðum hjólastígum á Hb svæðinu en mikið  utan þeirra í upplöndum Hb svæðisins. Mest er hættan, að mér finnst utan malbikaðara hjólastíga. Þar er mikið um gangandi fólk með hundana sína og því mikillar aðgæslu þörf. Engar mekingar eru til aðvarana . Mesta hættan er oftast frá öðrum hjólreiðamönnum sem fara hratt og gefa engar aðvaranir til fólks á göngu-að hafa bjöllu- þykir ekki fínt .
Hættulegustu svæðin hjá mér eru merktar gangbrautir yfir umferðagötur-ef ekki eru þar ljós. Við þær aðstæður er engu að treysta -einhverra hluta vegna eru konur á bíl einbeittari að brjóta á þeim sem ætlar yfir merkta gangbraut. Að fara yfir merkta gangbraut sem ekki er ljósstýrð-er mesta lífshætta sem ég lendi í á hjóli-engu að treysta þar. 
Malbikuðum göngu og hjólastígum fer mjög ört fjölgandi á Hb svæðinu en nauðsynlegt er að akreinaskipta þeim betur með hvítri línu-með merkingum -gagnandi- hjólandi. 
Verstu tækin sem ég mæti eða koma að baki eru rafknúin hjól sem ekki þarf að stíga sem reiðhjól -hljóðlaus og hraði mikill.  Þau eiga ekki heima á göngu og reiðhjólastígum- að mínu mati

Sævar Helgason, 21.9.2022 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband