13.10.2022 | 08:46
Minnir á hrakfarir þýsku ofurskriðdrekanna fyrir 80 árum.
Á næsta ári verða rétt 80 ár síðan aðgerðin Citadel var nánast eina von Þjóðverja til þess að snúa stríðsgæfunni við í Seinni heimsstyrjöldinni.
Á víglínunni sem hringaði sig hálfhring í kringum Kursk sýndust vera möguleikar til svipaðrar umkringingar Rauða hersins og voru í Úkraínu síðsumars 1941, en sú umkringing og uppgjöf var hin stærsta í hernaðarsögunni fram að því.
Í Þýskalandi var hafin framleiðsla ofur skriðdrekans Tiger, sem átti að vera slíkt yfirburðatæki að afli, brynvörn og búnaði, að einn dreki gæti ráiðið við tíu rússneska T-34 skriðdreka.
Hitler gerði mikið úr því í innsta hring hve mikli tímamótaorrusta Citadel gæti orðið.
En strax í undirbúningnum fór margt úrskeiðis. Tiger drekarnir voru afar flóknir í framleiðslu og ýmmsar aðrar tafir kostuðu glataðar vikur.
Rússar náðu svo góðum upplýsingum um orrustuna að þeir gátu snúið gangi hennar í þá átt að verða að stórsigri sínum.
Þegar á hólminn kom varð Kursk orrustan stærsta skriðdrekaorrusta sögunnar og misheppnaðist gersamlega fyrir Hitler, flýtti fyrir ósigri hans ef eitthvað var.
Viðhald og eyðsla Tiger drekanna gerði þá að kyrrstæðum skotmörkum í hundraða tali.
Einn bilaður Tiger var verri en enginn.
Alls tókst Þjóðverjum aðeins að framleiða nokkur þúsund stykki á sama tíma og Rússar framleiddu T-34 í meira en 80 þúsund eintökum.
Rétt eins og að Þjóðverjar urðu að nota Phanter skriðdreka og Messerschmitt Bf 109 sem meginvopn allt stríðið varð rússneski T-34 dreki Rússa eitt af skæðustu vopnum Bandamanna ásamt jeppanum, DC-3, Katusha eldflaugunum rússnesku og kjarnorkusprengjunni.
Stærsti ókostur Tiger skriðdreka Þjóðverja var einfaldlega hvað hann var flókin smíð og vandmeðfarin.
Þyrlur og drónar setja mjög svip sinn á Úkraínustríðið, en langstærsti galli þeirra er eðlisfræðileg takmörkun á flughraða, þótt kyrrstöðufluggeta sé stærsti kosturinn.
Þyrlur eru margfalt dýrari og flóknari í rekstri en fastvængja flugvélar, og þess vegna er missir þeirra nokkuð, sem hringir vissum Tiger-bjöllum. .
Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan dag Ómar. Það var ekkert að Tiger sem skriðdreka, heldur áherslur nasista í hergagnaframleiðlu sinni. Þeir lögðu áherslu á gæði frekar en magn.Það varð þeim að falli, því að í seinni heimsstyrjöld skipti magnið meira máli en gæðin, sérstaklega þegar Sovétmenn gáfu skítt í mannslífs og eigið mannfall og var sama þótt 10 skriðdrekar voru eyðilagðir á móti hverjum þýskum. Sama með bandarísku skriðdrekanna, algjört rusl í samanburði við þá þýsku.
Þeir þýsku framleiddu meira af Panther skriðdrekunum sem skipti meginmáli í hernaði þeirra (samt ekki nógu mikið) og Jagdpanther er talinn vera besti skriðdreki stríðsins, ef hægt er að taka einn út, þvi að þeir voru misþungir, brynvarðir og vopnum búnir, allt eftir tilgangi. Panzer V Panther var t.a.m. þungur og vel brynvarður, frábær skriðdreki.
Eins og t.d. Úkraníu stríðið er háð í dag, skipta gæðin meira máli en magnið. Ætli það sé ekki vegna þess hversu takmarkað stríðið er, en ef alherjarstríð myndi brjótast út, myndi líklega magnið skipta meira máli.
Birgir Loftsson, 13.10.2022 kl. 11:28
Þjóðverjar voru hneykslaðir á að Sovétarnir slípuðu ekki niður suðurnar á skriðdrekunum.
GB (IP-tala skráð) 13.10.2022 kl. 13:35
Staðhæfingar þínar í þessari grein Ómar að Tiger skriðdrekar Þjóðverja hafi farið hrakförum í þessari orustu eru rangar og fyrirsögn greinarinnar getur í besta falli átt við Ferdinand skriðdrekana svo nefndu sem voru bilanagjarnir og stóðu ekki undir væntingum. Að þeim undanskildum höfðu þýsku skriðdrekarnir mikla ef ekki algera yfirburði í orustunni við þá rússnesku. Það ver ekki fyrr en Hitler dró heilu skriðdrekafylkin út úr orustunni og sendi til Ítalíu, til að bregðast við innrás Bandamanna þar, að taflið snérist við.
Sóknaráætlun Þjóðverja, plan Zitadelle, við Kúrsk var hrundið í framkvæmd þann 5. júlí 1943 með sókn hersveita undir stjórn hershöfðingjanna Mansteins og Kluges. Skriðdrekafjöldi þessa hersveita taldi 1081skriðdreka þar af 200 Phanther 45 tonn á þyngd, 90 Tiger 55 tonn og tugi Ferdinand 70 tonn á þyngd. Í byrjun þessarar mestu skriðdrekaorustu sögunnar munu Þjóðverjar hafa haft yfir að ráða á svæðinu um 4 þúsund skriðdrekum en Rússar mun fleiri eða um 6 þúsund. Það sýndi sig hins vegar að skriðdrekar Þjóðverja höfðu nánast algera yfirburði. Fyrstu viku bardaganna grönduður skriðdrekar þeirra a.m.k. 800 skriðdrekum Rússa en misstu sjálfir margfalt færri. Þar munaði mestu um afhroð Rússa á suðurhluta Woronesch vígstöðvanna þann 11. júlí. Þegar þarna var komið sögu virtist hreint ekki loku fyrir það skotið að Þjóðverjum myndi takast að gjöreyða skriðdrekaflota Russa á svæðinu. Þessi möguleiki var hins vegar úr sögunni þegar Hitler fékk því framgengt að heilu skriðdrekafylkin voru send til Ítalíu til að bregðast við innrás Breta og Bandaríkjmanna í Sikiley deginum áður (10. Júlí).
Það er rétt að Hitler frestaði orustunni við Kursk og Orel um margar vikur en það var ekki vegna Tígris-skriðdrekanna heldur vegna þess að hann vildi bíða þess að hinir nýju risastóru 70 tonna Ferdinand-skriðdrekar kæmust loks af færibandinu. Það hefði hann betur látið ógert því það voru þessir skriðdrekar sem komu með vandamálin en ekki Tígrisskriðdrekarnir sem höfðu reynst frábærlega í gagnsókn Þjóðverja á suðurvígstöðvunum um vorið (eftir afhroð Þjóðverja við Stalíngrad), sem stjórnað var af snillingnum Mannstein og lauk með sigri þjóðverja. Eiginlega var Ferdinand-skriðdrekinn hálfgerð fallbyssa á beltum fremur en skriðdreki því það var ekki hægt að snúa turninum ásamt byssunni heldur aðeins hreyfa hana upp og niður. Galli kom fram í drifbúnaði þessara hlúnka og þrátt fyrir góða brynvörn voru beltin illa varin sem Rússar nýttu sér í návígi. Margt bendir til að Þjóðverjar hefðu unnið þessa mestu skriðdrekaorustu sögunnar ef Hitler hefði sleppt því að bíða í fleiri vikur eftir þessum mislukkuðu stríðstólum sem Ferdinand-skriðdrekarnir reyndust vera. Alla vega mun Manstein hafa verið nokkuð viss um það ef hann hefði fengið að ráða ásamt hinum fræga skriðdrekaforingja Guderian. En auðvitað verður ekkert fullyrt um þetta. Ég bendi t.d. á mjög greinargóðar bækur eftir frakkann Raymond Cartier: Der Zweite Weltkrieg.
Daníel Sigurðsson, 13.10.2022 kl. 16:04
Enn og aftur er verið að gera sem mest úr vígstöðunum við Miðjarhaf.
En tíu sinnum fleiri hermenn börðust við Stalíngrad en við El Alamein, og svipað er að segja um hinar fáu herdeildir, sem börðust á Ítalíu.
Stríðið í heild vannst á elstu atriðum hernaðar: Mannafla, magni vopna og framleiðslumætti.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2022 kl. 22:35
Hitler sagði í Order of the day í upphafi Kursk orrustunnar að Tiger drekarnir myndu gersigra rússnesku skriðdrekana og gera út úm stríðið. Það fór heldur betur á annan veg.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2022 kl. 22:50
Í herafla Þjóðverja á Ítalíu voru alls 40 þúsund hermenn en 900 þúsund við Kursk.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2022 kl. 23:22
Tiger drekinn var að mörgu leiti misheppnaður og ekki sérlega góður dreki:
Það sem aflaði honum hinsvegar fræðgðar var að hann hafðí feiknarlega öfluga brynvörn.
Brynvörn Tiger drekans var svo þykk og úr svo góðu efni að T-34 -76 drekinn gat ekki skotið í gegnum frambrynvörnina á Tigernum.
Hans eina von var því að komast á hlið við Tigerinn og skjóta þaðan .
Þetta var hægara sagt en gert í orustu.
Gallinn við Tigerinn var að hann var helmingi hægari en T-34 og hafði einungis hálft drægi á við T-34
Einn helsti kostur við T-34 var að hann hafði mikið vélarafl og frábært fjöðrunarkerfi.
Þetta gerði að verkum að hann gat ferðast mjög hratt utanvegar og töluvert hraðar en Tiger á vegi
Ofan á það var Tigerinn vanhannaður þannig að undirvagn og skifting bilaði oft.
Í orustuni við Kursk voru flest allir ef ekki allir drekar Rússa T-34-76.
Eins og gefur að skilja var þetta stór vandamál
1944 kemur svo dreki sem heitir T34-85 sem hafði 85 mm byssu í stað 76 mm og að auki lengra hlaup.
Þessi dreki gat skotið í gegnum frambrynvörn Tiger dreka á 5-600 metra færi.
Þetta var allt annað líf og þeir sem óku á T-34-85 óttuðust ekki átök við Tiger dreka.
Ég tel að T-34-85 hafi verið betri dreki en Tiger.
Hann gat nú unnið á Tigerdreka og var að auki mun hraðskreiðari og langdrægari sem skiftir verulegu máli í heisdagsorustu.
Eitt helsta vandamál Rússneskra skriðdrekasveita var að lengi framanaf þá höfðu þeir ekki talstöðvar og gátu þar afleiðandi ekki samræmt aðgerðir sínar eða varað hvern annan við hættum.
Stjórnandinn þurfti því að vera berskjaldaður í lúgunni ef hann vildi leiðbeina herdeildinni.
Þetta var afar hættulegt jobb eins og vænta má.
Tigerinn var 54 tonna dreki en T-34-76 var 26 tonn og T-34-85 var 31 tonn af því hann hafði meiri brynvörn og stærri byssu
Þessir drekar voru því ekki í sama klassa, en T-34 vann það upp að hluta vegna annarra kosta.
Á vígvellinum var líka Rússneskur dreki sem hét KV-1 og var svipuð hönnun og álíka þungur og Tiger.
Hann hafði líka svipaða galla og framleiðslu hans var hætt fyrir stríðslok.
Í byrjun stríðs voru T-34 með eindæmum bilanagjarnir og þessir drekar fóru stundum í bardaga með auka skiftingu á toppnum.
Um mitt ár 1943 breyttist þetta og bilanatíðnin varð svipuð og á Amerískum drekum.85% drekanna var þá hægt að keyra meira en 300 kM án þess að þeir biluðu.
Rússar lögðu meiri áherslu á að geta smíðað marga dreka frekar en að hugsa um þægindi og endingu.
Að lokum reyndist þetta vera rétt ákvörðun.
Þeir unnu jú stríðið.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2022 kl. 01:45
Samkvæmt mínum bókum, svo sem nýrri og mjög rómaðri bók Max Hastings, "Vítislogar, heimur í stríði 1939-1945, vó Tiger 60 tonn. Hitler hélt að nokkrir slíkir á Ítalíuvígstððvunumm myndu gera usla í bardögum við lélega dreka Bandamanna, en hið þveröfuga gerðist, að Tiger var svo þungur og klunnalegur, að hann brást alveg í bröttu og fjöllóttu landslaginu.
Ómar Ragnarsson, 14.10.2022 kl. 10:53
Tiger drekinn var að mörgu leiti misheppnaður og ekki sérlega góður dreki:
Það sem aflaði honum hinsvegar fræðgðar var að hann hafðí feiknarlega öfluga brynvörn.
Brynvörn Tiger drekans var svo þykk og úr svo góðu efni að T-34 -76 drekinn gat ekki skotið í gegnum frambrynvörnina á Tigernum.
Hans eina von var því að komast á hlið við Tigerinn og skjóta þaðan .
Þetta var hægara sagt en gert í orustu.
Gallinn við Tigerinn var að hann var helmingi hægari en T-34 og hafði einungis hálft drægi á við T-34
Einn helsti kostur við T-34 var að hann hafði mikið vélarafl og frábært fjöðrunarkerfi.
Þetta gerði að verkum að hann gat ferðast mjög hratt utanvegar og töluvert hraðar en Tiger á vegi
Ofan á það var Tigerinn vanhannaður þannig að undirvagn og skifting bilaði oft.
Í orustuni við Kursk voru flest allir ef ekki allir drekar Rússa T-34-76.
Eins og gefur að skilja var þetta stór vandamál
1944 kemur svo dreki sem heitir T34-85 sem hafði 85 mm byssu í stað 76 mm og að auki lengra hlaup.
Þessi dreki gat skotið í gegnum frambrynvörn Tiger dreka á 5-600 metra færi.
Þetta var allt annað líf og þeir sem óku á T-34-85 óttuðust ekki átök við Tiger dreka.
Ég tel að T-34-85 hafi verið betri dreki en Tiger.
Hann gat nú unnið á Tigerdreka og var að auki mun hraðskreiðari og langdrægari sem skiftir verulegu máli í heisdagsorustu.
Eitt helsta vandamál Rússneskra skriðdrekasveita var að lengi framanaf þá höfðu þeir ekki talstöðvar og gátu þar afleiðandi ekki samræmt aðgerðir sínar eða varað hvern annan við hættum.
Stjórnandinn þurfti því að vera berskjaldaður í lúgunni ef hann vildi leiðbeina herdeildinni.
Þetta var afar hættulegt jobb eins og vænta má.
Tigerinn var 54 tonna dreki en T-34-76 var 26 tonn og T-34-85 var 31 tonn af því hann hafði meiri brynvörn og stærri byssu
Þessir drekar voru því ekki í sama klassa, en T-34 vann það upp að hluta vegna annarra kosta.
Á vígvellinum var líka Rússneskur dreki sem hét KV-1 og var svipuð hönnun og álíka þungur og Tiger.
Hann hafði líka svipaða galla og framleiðslu hans var hætt fyrir stríðslok.
Í byrjun stríðs voru T-34 með eindæmum bilanagjarnir og þessir drekar fóru stundum í bardaga með auka skiftingu á toppnum.
Um mitt ár 1943 breyttist þetta og bilanatíðnin varð svipuð og á Amerískum drekum.85% drekanna var þá hægt að keyra meira en 300 kM án þess að þeir biluðu.
Rússar lögðu meiri áherslu á að geta smíðað marga dreka frekar en að hugsa um þægindi og endingu.
Að lokum reyndist þetta vera rétt ákvörðun.
Þeir unnu jú stríðið.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2022 kl. 16:56
Aðeins 41 stykki var framleitt af Ferdinand ferlíkjunum. Í 4000 dreka her skiptu þessir örfáu drekar engu máli til eða frá og í flestum heimildum um Kursk orrustna er ósigur Þjóðverja skrifaður að hluta til á vonbrigði með það að Tiger reyndist ekki það ofurvopn sem Hitler hafði gumað af.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2022 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.