Ýmis líkindi við Kóreustríðið. Langvinnt tafl?

Ýmis líkindi má sjá með Úkraínustríðinu og Kóreustríðinu 1950 til 1953.  Bæði stríðin hófust með óvæntri árás yfir eins konar járntjald. 

Pútín lýsti því við upphaf síns stríðs að Úkraína væri í raun hluti af Rússlandi og ætti sér ekki tilverurétt. 

Norður-Kóreumenn töldu skiptingu Kóreu í tvö ríki í lok Seinni heimstyrjaldarinnar fullkomlega óeðlilega og töldu sig vera að sameina landið á ný með því að leggja allan skagann undir sig. 

Litlu munaði að þeim tækist það og taflið snerist við með sókn Vesturveldann norður eftir þar sem Kínverjar skárust í leikinn og sendu mikið lið "sjálfboðaliða" til að snúa taflinu við. 

Sending rússneskra hermanna inn í Hvíta-Rússland er af svipuðum toga. 

Í Kóreu myndaðist pattstaða, sem ekki var hægt að rjúfa með friðarsamningum. 

Eftir þriggja ára styrjðld varð þrautalausnin vopnahlé, sem enn er í gildi 65 árum síðar. 

Erfitt er að sjá fyrir sé möguleika á friðarsamningum í Úkraínustríðinu. 

Ástandið kann að kalla fram þróun, sem hugsanlega gæti gefið möguleika á einhvers konar vopnahléi eftir einhver ár. 

Enn er verið að tefla skákbyrjun þar sem báðir aðilar flytja sitt lið fram, Svíar og Finnar með upptöku aðildar að NATO, en Rússar með færslu hermanna frá sér inn í Hvíta-Rússland.


mbl.is Rússneskir hermenn komnir til Hvíta-Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kínverjar skárust í leikinn og sendu mikið lið "sjálfboðaliða"...

- sem töluðu margir rússnesku í talstöðvarnar sínar...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2022 kl. 14:54

2 Smámynd: Þórhallur Pálsson

EInhvern veginn kæmi mér það ekki á óvart ef Rússar og Belarussar settu eitthvað á svið sem þeir gætu klínt á Úkraínumenn sem árás.  Bara til að hafa tylliástæðu til innrásar úr norðri á nýjanleik.

Þórhallur Pálsson, 15.10.2022 kl. 22:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég átta mig ekki alveg á því hvað meint er með athugasemd Guðmundarr Ásgeirssonar. Ekki væri verra að fá nánari útskýringu. 

Rússar höfðu að vísu stutt kommúnistastjórnina og meðal annars birtust MiG 15 sem fyrstu orrustuþotur í hernaði, en það voru aðeins Kínverjar sem sendu það mikið lið, að það sneri taflinu við og lið Sþ var hrakið suður til 38. breiddarbaugs. 

Ómar Ragnarsson, 15.10.2022 kl. 23:45

4 identicon

Ætli Guðmundur sé ekki að vísa í þessa kalla:

https://en.m.wikipedia.org/wiki/64th_Fighter_Aviation_Corps

ls (IP-tala skráð) 16.10.2022 kl. 12:02

5 identicon

Ég leyfi mér að benda á bókina Kóreustríðið 1950-1953 eftir Max Hastings sem kemur út hér á landi í næstu viku í minni þýðingu. 

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2022 kl. 14:20

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bókin fær eitthvert mesta lof, sem sést hefur, ekki aðeins sem afburða heimildarrit, heldur er stærsti kostur hennar út frá hve mörgum og fjölbreyttum sjónarhornum stríðið mikla er athugað. 

Magnús Þór hefði átt að fá að minnsta kosti tilnefningu til þýðingarverðlauna fyrir það sem Björn Bjarnason kallaði varla minna afrek en bokin sjálf. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2022 kl. 18:56

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér á ég við bókina um heimsstyrjöldina að sjálfsögðu sem ég vitna í í athugasemd minni,  en hlakka til að sjá bókina um Kóreustríðið, sem var á margan hátt meira tímamótastríð á marga vegu en almennt hefur verið álitið. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2022 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband