17.10.2022 | 14:37
Orðin um uxa, þræl, ambátt og konu náungans voru börn síns tíma.
Forneskjuleg er upptalningin í síðustu línum boðorðanna tíu og ber að skoða þau sem slík.
En svokallaðir bókstafstrúarmenn í bæði kristni og múslimatrú eru gjarnir á að hengja málflutning sinn á bókstaf, sem einfaldlega á í ljósi nýrra tíma ekki að taka bókstaflega.
Sá ofgafulli málflutningur hefur komist á það stig sem ól af sér mörg verstu hryðjuverk okkar tíma.
Boðorðin eru sígild og alltaf í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar
Í okkar nútíma þjóðfélagi, þar sem karlar og konur eru jafningjar og hinn veraldlegi auður það sem flestir sækjast eftir, mætti kannski orða þetta svona:
"Þú skalt ekki ágirnast hús, bíl, sumarhús (húsbíl, hjólhýsi) og maka náungans".
Kannski slíkt orðalag rói þá niður sem ekki vilja halda í gamlar og góðar hefðir. Telja nýtímann, með allri sinni veraldlegu ásókn, vera dyggð alls.
Gunnar Heiðarsson, 17.10.2022 kl. 15:50
Ómar! Orðs Guðs í Biblíunni er ekki boðað til þess að út úr því sé snúið af kvenprestum eða nokkrum öðrum, þótt þeim finnist það ekki passa við tíðarandann.
Fræðimennirnir og farisearnir á tímum Jesú snéru einmitt út úr Orði Guðs í Gamlatestamentinu og Jesús ávítaði þá fyrir það. Nú taka kvenprestar upp hanskann fyrir fariseana.
En Jesús sagði: Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu.
Ingólfur Sigurðsson bloggari á blog.is segir byltinguna í Þjóðkirkjunni með kvenprestunum sé ekkert smáræði og leggur áherslu á að um hundruð ára var kirkjan ein íhaldssamasta stofnun sem hægt var að ímynda sér.
Auðvitað er andi hins djöfullega feminisma að taka völdin í kirkjunni hér á Íslandi. Þetta er sami andi Djöfulsins og leiddi Evu og síðan Adam til Syndafallsins.
Boðorðin tíu eru meðal þess helgasta sem í Biblíunni stendur, þau eru undirstaða alls lögmálsins og voru rituð á steintöflur á Sinaifjalli og fengin Móse í hendur. Síðan bauð Guð Móse að setja steintöflurnar í Sáttmálsörkina. Sú Örk með boðorðunum tíu rituð á steintöflur, var svo heilög að menn máttu eigi snerta.
Nú snerta og vanhelga femíniskir kvenprestar boðorðin tíu og leiðrétta Guð. Það gerði Eva einmitt þegar hún var í Aldingarðinum Eden. En hún sagði: Af ávöxtum trjánna í aldingarðinum megum við eta, en af ávexti trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, af honum, sagði Guð, megið þið ekki eta OG EKKI SNERTA HANN, ella munuð þið deyja. Eva bætir við Orð Guðs.
Í fyrra Tímoteusarfréfi 2. kafla og versum 12 til 14 segir: Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg.
Kaþólska kirkjan hefur borið gæfu til að innleiða aldrei kvenpresta.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.10.2022 kl. 18:46
Guðs orð gerir ráð fyrir því að menn sanni verðleika sína í stéttskiptu samfélagi. Það er greinilega það upphaflega, hvernig maðurinn var skapaður. Þessvegna eru orðin um uxa, þræl, ambátt og konu náungans ekki úrelt heldur er það nútímasamfélagið sem er úrelt, sem eru úr takti við skaparann sem er ekki háður stundlegum duttlungum. Hryðjuverk eru margvísleg. Hryðjuverk tengd trúarbrögðum eru sjaldgæfari núna en oft áður, og jafnvel islamistar eru orðnir friðsamari í þeim efnum. Þess í stað eru hryðjuverkin framin af löglegum ríkisstjórnum jafnaðarstefnunnar í gegnum fóstureyðingar og annað slíkt. Fólki fækkar þannig, hefðbundin skilgreiningin á hryðjuverkum (sem flugræningjar, fólk sem sprengir, meiðir og tortímir lífi) nær aðeins yfir lítinn hluta af voðaverkum.
Þetta breytist allt með tímanum, en Biblían minnir okkur á það sem við höfum misst, hvar menningin fór afvega.
Biblían á að vera áminning og kennsla, hvort sem þjóðfélagið tekur hana alvarlega eða ekki.
Það gleður mig að séra Guðmundur Örn Ragnarsson vitnar í mig. Það er heiður að því. En það er leitt ef Íslendingar ætla að vera í fararbroddi að hylla Andkrist.
Ingólfur Sigurðsson, 17.10.2022 kl. 19:21
"Ef Guð er ekki til er allt leyfilegt" Þannig vitnar Jean-Paul Sartrte í Dostojevski og gerir þessi orð jafnframt að einkunnarorðum tilvistarstefnunnar. Þar eru engin Boðorð til.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.10.2022 kl. 20:35
King James Bible orðar þetta boðorð svona: "Thou shalt not covet thy neighbour's house, thou shalt not covet thy neighbour's wife, nor his manservant, nor his maidservant, nor his ox, nor his ass, nor any thing that is thy neighbour's."
https://www.kingjamesbibleonline.org/Exodus-Chapter-20/
Með öðrum orðum: Boðar í raun að öfunda ekki nágranna þinn af neinum af hans eignum. Það ætti að vera tímalaus boðskapur.
Raunar eru boðorðin í þessari útgáfu Biblíunnar alls ekki tíu í hugum allra greina kristni, en boðskapur þeirra er sá sami. Nánar:
https://www.biblestudymagazine.com/bible-study-magazine-blog/2014/06/are-there-really-10-commandments
Geir Ágústsson, 17.10.2022 kl. 20:53
Þeir sem segja að þrælahald tíðkist ekki í nútímaþjóðfélagi, geta ekki hafa verið mikið úti á vinnumarkaðnum.
Theódór Norðkvist, 18.10.2022 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.