Hláleg rök fyrir þvi að skerast úr leik í alþjóðlegum aðgerðum.

Ein af algengustu rökunum, sem beitt er iðulega gegn þátttöku Íslands í alþjóóðlegum aðgerðum af ýmsu tagi, eru þau, að Íslendingar séu svo svo fáir, að það muni ekki nitt um framlag okkar og þess vegna ættum við að segja okkur frá þátttöku í aðgerðum á borð við þær að minnka kolefnisfótspor landsins. 

Við ættum kröfu á því að losna við alls konar kvaðir af svona toga. 

Þetta eru hláleg rök. Með þeim gæti hvaða 300 þúsund manna borg sem er í heiminum heimtað að vera stikk frí í alþjóðlegum aðgerðum.  Óg með svipuðum rökum gætu til dæmis fámenn sveitarfélog á borð við Grímey krafist þess að losna alveg við að greiða skatta og gjöld til ríkissjóðs, því að það munaði hlutfallslega nær ekkert um þau.´  

Enn hlálegra eru þau rök, sem sífellt hefur verið haldið fram, að vegna þess að íslenskar eldstöðvar spúi hvort eð er margfalt meiri koltvísýringi út í andrúmsloftið en bílafloti landsins, sé fráleitt að vera að minnka útblástur hans; heldur eigi Íslendingar að segja sig frá öllum þessum fánýtu og þýðingarlitlu aðgerðum. 


mbl.is Jafngildir losun frá 800 fólksbílum á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað losuðu skemmdarverkin á NordStream mörg ársígildi Íslands?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2022 kl. 19:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eigum við þá að þínu mati að taka þátt í öllum gönuhlaupum hinna úrkynjuðu alþjóðasinna?

Við getum ekki, að þínu mati skorast undan neinum hernaðarátökum, hvar sem er, byggt á því hve fá við erum, né þá að það mál komi okkur ekki við eða það sé á einn eða annan hátt byggt á kreddum sem eiga sér engin rök.

Við eigum bara að hlýða.

Ég er ekki sammála.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2022 kl. 21:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var algerlega andvígur þátttöku okkar í innrásinni í Írak 2003, enda bar okkur engin skylda til þess að skipa okkur í hóp hinna "viljugu þjóða" í þeim hræðilegu mistökum.  

Ómar Ragnarsson, 19.10.2022 kl. 23:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Spurningin ætti alltaf að vera: Kostir og gallar (pros and cons).

Hvaða ávinningur er af því að þjarma að almenningi á Vesturlöndum í nafni gróðurhúsaáhrifa á meðan Kínverjar og Indverjar byggja kolaorkuver í stórum stíl?

Þegar ég skoða línurit á Gapminder sýnist mér 5-10 þús. tonn/ári losun á CO2 sé það sem einstaklingur í þróuðu ríki beri með sér, og eftir það efnast þeir án þess að losa meira. Kínverjar eru þar nú þegar en reiða sig ennþá á kol og íbúar borganna búnir að efnast nóg til að mótmæla kolareyknum. Indverjar bara í 2,5 og eiga langt í land og þurfa að komast upp í 5-10 til að standa jafnfætis okkur. 

Þátttaka íslenskra yfirvalda í þessari herferð gegn almenningi hefur ekkert upp á sig. Og heldur ekki herferð yfirvalda í öðrum ríkjum.

Geir Ágústsson, 20.10.2022 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband