Plastið fer víða. En slær í gegn á annan hátt en Disney dreymdi um.

Hin yfirgengilega notkun og dreifing plasts um allan heim og það meira að segja upp á heimskautajökla og sem örplast inn í vefi dýra og manna er ein af mörgum birtingarmyndum þeirrar miklu mengunar, sem óheft notkun og útbreiðsla plasts hefur valdið. 

Walt Disney átti sér marga drauma um framtíðarlandið, og einn sá stærsti sneri að algerri byltingu sem plastið myndi valda. 

Lét hann meira að segja gera heilt þorp úr plasti til að hlutgera framtíðardrauminn. 

En hann óraði ekki fyrir því sem raunverulega átti eftir að gerast og er að verða að æ stærri aðeteðjandi ógn, allt frá fljótandi plasteyjum úti á miðju Kyrrahafi upp á hæstu meginjökla jarðar.  


mbl.is Innkalla vegna plasts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Walt Disney lifði líka á tíma þegar skaðsemi tóbaks var ekki þekkt. Hann reykti sig í hel, eins og kemur fram í Disneyrímum Þórarins Eldjárns, svo furða er að nútímafólk hafi ekki eins mikið barizt gegn plastinu og tóbakinu. Jæja, loksins núna á síðustu árum er komin vitunarvakning útaf því líka.

Það sem við gerum umhverfinu kemur niður á okkur sjálfum að lokum. Á það ekki sízt við um notkun kjarnorku, bæði í kjarnorkuverum og þessum helsprengjum sem hafa þann eina tilgang að hræða, en því miður er sú fælingarógn ekki lengur farin að bíta, fyrst Úkraínustríðið er hafið.

Þá er næsta skref að ljúka kjarnorkuafvopnuninni fullkomlega, að fá stórveldi og önnur ríki til að viðurkenna að stríð vinnast ekki með gereyðingarvopnum. Einræðisherrann í Norður-Kóreu mun seint skilja þær röksemdir fyrren hinir ganga á eftir með góðu fordæmi.

Ingólfur Sigurðsson, 19.10.2022 kl. 00:26

2 identicon

Hver er þessi aðsteðjandi ógn? Sóðaskapurinn með plastið hefur verið yfirgengilegur og fyrir löngu orðið tímabært að hætta honum. En sem betur fer er plast að mestu ekkert hættulegt. Við viljum ekki hafa plast í vatninu okkar, kjötinu og fiskinum en það gerir okkur ekkert. Þess vegna höfum við notað plast í skyrskeiðar og drykkjarrör og notum enn utan um matvæli og í fötin sem við klæðumst. Ógnin er engin þó fárið sé mikið.

Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2022 kl. 01:24

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vagn, þú hefur margoft mótmælt hægrimönnum, - eða hægriöfgamönnum, einsog þú hefur stundum orðað þetta. (Eða var það Þorsteinn Briem?) Þú hlýtur þá að hafa heyrt málflutninginn gegn plastinu, sem er skaðvænlegt á margvíslegan máta.

A) Það safnast upp í lífkeðjunni, fiskar drepast útaf því í stórum stíl, það festist í innyflum þeirra og þeir verða hungurmorða.

B) Örplastið hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar og er komið inní okkur mennina einsog dýrin. Kenningar eru uppi um að það raski hormónajafnvægi, valdi ófrjósemi og jafnvel komi af stað þessum breytingum sem valda því að fólk vill verða hán, eða mögulega, miðað við að þessi skilgreining var ekki til fyrr á öldum.

C) Plastið brotnar ekki niður fyrren á löngum tíma. Ekkert hættulegt að mestu segir þú. Ekki baneitrað eins og margt annað, en samt þegar svona mikið er af því er það álíka hættulegt og gróðurhúslofttegundirnar að minnsta kosti.

D) Það eru til mjög margar tegundir af plasti, sumar mynda eitruð sambönd við bruna eða í öðrum samböndum í lífríkinu.

E) Plast af ýmsum tegundum getur komið af stað breytingum í frumum eins og lýst er í B), myndað gervi-estrógen-áhrif hjá báðum kynjum.

 

Plastið er eitt þægilegasta efnið í iðnaði. En það sem var ekki vitað í upphafi þegar það var fundið upp var þetta að það brotnaði niður í smáagnir ósýnilegar sem fara inní hringrás lífkeðjunnar, sem nær frá þörungum uppí menn, allan hringinn sem sagt.

 

Miðað við kröfurnar um aukinn hagvöxt í öllum menningarþjóðfélögum er nær ómögulegt að minnka framleiðslu eða notkun á plasti. Það hefur verið reynt á Íslandi. Ef lítil þjóð eins og við og sum fylki eða ríki útí heimi reyna ekki, til hvers er þá að reyna að forða okkur frá glötun á öðrum sviðum?

 

Þetta er eins og virkjanirnar hér á Íslandi sem Ómar hefur líka fjallað um. Nú er aftur farið að tala um aukna orkuþörf og fleiri virkjanir. Tæknin krefst meiri orku, og meiri mannfjöldi, aðfluttur að mestu. 

 

Hvenær á að stöðva kröfuna um aukinn hagvöxt? Var það ekki eitt gáfulegasta og fallegasta baráttumálið sem vinstrimenn áttu einusinni? Þegar Árni Waag kenndi mér líffræði um og eftir 1980 var þetta þannig.

 

Auðvitað verður að rifja upp þessi gömlu baráttumál sem eru ekki úrelt. 

Það er krafan um aukinn hagvöxt sem kallar á fleiri virkjanir, meira plast, meiri olíu, osfv.

Ingólfur Sigurðsson, 19.10.2022 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband