Þjóð, sem þekkir ekki frelsi.

Þegar hinn ítalski einræðisherra Mussolini lét her sinn ráðast inn í Eþíópíu 1935 var lýsing þeirrar styrjaldar nokkuð einhliða hjá vestrænum fjölmiðlum; grimmur einræðisherra að ráðast á friðsama þjóð undir forystu vinsæls keisara. 

Þjóðabandalagið fordæmdi innrásina en máttlitlar refisaðgerðir breyttu því ekki að Ítalir lögðu landið undir sig. 

Mussolini ætlaði sér stóra hluti og enn mótar fyrir beinum og breiðum vegi sem hann lét gera frá vestri til austurs í miðhluta landsins drjúgan spöl fyrir sunnan Addis Abgba. 

Ítalir réðu yfir landinu í innan við áratug, og þótt enn móti fyrir veginum góða, hefur honum verið nákvæmlega ekkert haldið við og er að mestu ófær bílum, jafnvel ófær jeppabílum, svo að lengst af verður að aka utan vegarins á þessari þjóðleið. 

Veldi Haile Selassi var endurreist, en í þetta sinn sást betur en fyrr, að hann var í raun einræðisherra og hafði alltaf verið það. 

Síðar var honum steypt af stóli og meðal harðstjóranna, sem við tóku, voru kommúnistar undir forystu Mengisto engir eftirbátar annarra ráðamanna þessarar 109 milljóna manna þjóðar við að kúga landslýðinn, sem alla tíð hefur verið í hópi fátækustu þjóða heims, með álíka stórt hagkerfi og Ísland. 

Sem sagt, árstekjur meðaljónsins í Eþíópíu eru álíka miklar allt árið og meðaltekjur Íslendings þriðjung úr degi. 

Eftir daga kommúnista skánaði ástandið ekkert í raun. Nýir valdhafar þóttust lýðræðissinnar í orði, en frelsi var fjarlægt hugtak. 

Hernaðarástand vegna ófriðar við Eritreu var notað sem yfirskin og Bandaríkjamenn beðnir um að ráðast á stoðvar skæruliða og hryðjuverkamanna í Sómalíu. 

Hungursneyð er landlæg hjá þessari þjóð með sína stoltu forsögu frá fornum tímum og harmsaga hennar virðist engan enda ætla að taka. 

 


mbl.is Ástandið í Eþíópíu að verða „stjórnlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband