Langstærsta viðfangsefnið og ógnin.

Þegar ýmis konar uppgjör fór fram við slit Sovétríkjanna afsöluðu Úkraínumenn öllum kjarnorkusprengjum sínum til Rússa auk einnig helstu árásarvopnum sínum. 

Í ljósi þess sem nú hefur gerst er eins gott að þetta var gert, því að annars stæðu tvö kjarnorkuveldi nú andspænis hvort öðru. 

Eftir stendur ógnarspurningin hvort sú staða gæti komið upp að það eina sem Pútín sæi mögulegt til að bjarga stöðu sinni væri að grípa til kjarnorkuvopna. 

Svipaðri spurningu svaraði Harry S. Truman í Kóreustyrjöldinni þannig, að ekkert gæti réttlætt það að grípa til kjarnorkuvopna. 

Vonandi verður niðurstaðan kjarnorkuvopnalaust stríð.  


mbl.is „Skítug sprengja“ ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rússar gætu ekki síður notað efnavopn eða sýklavopn, sem beindust gegn mannslífum en myndu ekki gera landsvæðin geislavirk og óbyggileg um komandi aldir. Frá sjónarmiði mannúðar og mannhelgi myndi alþjóðasamfélagið telja það nógu slæmt, en Rússar eru fordæmdir af því sama alþjóðasamfélagi nú þegar. Með fordæmingunni er verið að ýta Pútín skrefi nær því að nota gereyðingarvopn, sem eru ekki bara kjarnorkuvopn. Það verður að sýna óvininum einhverja samúð og skilning til að athuga hvort hægt sé að spila á slíka strengi í samningaviðræðum. 

Líkurnar á notkun á efnavopnum eða sýklavopnum eru talsvert miklar ef Rússar telja sig vera að tapa, sennilega meiri en á notkun kjarnorkuvopna. 

Frá sjónarmiði Pútíns myndi hann ábyggilega nota vopn sem myndu eyðileggja landið sem allra minnst, ekki kjarnorku nema sem síðasta valkost, þegar allt er tapað. Þá gæti hann alveg eins ráðizt á Evrópu eða Bandaríkin.

Með því að þurrka út Úkraínumenn á stóru svæði með efnavopni sem myndi ekki dreifast með vindinum heldur vera staðbundið gætu þeir reynt að knýja fram uppgjöf.

Ef byrjað verður að nota kjarnorkuvopn er heimurinn endanlega fordæmdur, því svo mörg ríki eru með kjarnorkuvopn núna að þá myndi stigmögnun ná til þeirra einnig, til dæmis Kim í Norður Kóreu myndi vilja sprengja kjarnorkusprengju til þess eins að reyna auka völd sín og hræða aðra til hlýðni. Ætli Bandaríkjamenn myndu þá ekki grafa Norður-Kóreu í sprengjum, með tilheyrandi mengun? Náttúran sjálf er orðin svo sködduð á þessari jörð að algert bann við kjarnorku er það eina sem dugar.

Það eru rauð flögg allsstaðar í heiminum. 

Ingólfur Sigurðsson, 24.10.2022 kl. 13:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrátt fyrir alla sína grimmd og firringu vogaði Hitler sér aldrei að nota eiturgas. Bandaríkin hafa löngum hafnað því að setja bann á það að eiga efna- og sýklavopn, líkast til vegna þess, að með því skapist ógnarjafnvægi, sem líktist því sem var í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Ómar Ragnarsson, 24.10.2022 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband