29.10.2022 | 06:13
"Svo langt frá heimsins vígaslóð..."?
Enda þótt hlutleysisviðleitni þjóða hefði beðið mikinn hnekki í Heimsstyrjöldunum tveimur ríkti bjartsýni um gengi og stöðu Íslands við lýðveldisstofnunina 1944.
Það skein í gegn í hátíðarljóði Huldu við hið íðilfagra lag Emis Thoroddsen, svo sem línurnar um þjóð "unir farsæl, fróð og frjáls við ysta haf" "svo langt frá heimsins vígaslóð."
Nýjasta styrjöldin í Úkraínu hefur nú fært með sér nýja stríðsógn, sem felst í eyðileggingu á þeim nauðsynlegu innviðum nútímaþjóðfélagsins, sem orku- og fjarskipta innviðir á borð við sæstrengi fela í sér.
Þetta er alveg ný en þó fyrirsjáanleg ógn, sem Þjóðaröryggisráð okkar þarf að taka föstum tökum í samvinnu við þær þjóðir, sem við fórum í samvinnu við eftir Seinni heimsstyrjöldina eftir að hafa brennt okkur á því, hvernig hlutleysisstefna ein getur reynst gloppótt.
"Hið ysta haf" er orðið að innhafi sæstrengjanna og "heimsins vígaslóð" hefur gert sig heimakomna í jafn innhöfum sem úthöfum.
Fjarskiptainnviðir á hafsbotni berskjaldaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.