Deyjandi Kvos þarf lífgunarinnspýtingu.

Ljósmyndir af mannlífinu í hinum gamla miðbæ Reykjavíkur sega sína sögu um það iðandi mannlíf sem þar var og fólst bæði í umferð gangandi fólks á gangstéttunum og bíla á rúntinum, sem kallaður var. 

Nú er þarna alltof oft varla hræða á ferli og af sem áður var. 

Kannski þarf að skoða ástanda mála í norðlægum borgum til að fá nytsamlegan samanburð. 

Á þessari bloggsíðu hefur oft verið minnst á ítarlega úttekt samtak norrænna borga, sem gerð var fyrir tuttugu árum og komst aldrei í umræðu á vettvangi borgarinnar hér. 

Úttektin var á 16 borgum, og voru sjö þeirra mun stærri en Reykjavík, en níu af álíkri stærð og Reykjavík. 

Áberandi var hvað meðalstóru borgirniar voru líkar að flestri gerð en ólíkar þeim stærri og eldri og einnig var hitt, að af hálfu Íslendinga hefur alla tíð verið hamrað á því að Reykjavík sé viðundur, af því að hún sé miklu dreifbýlli en sambærilegar borgir. 

Samkvæmt borgaskýrslunni 1999 er þetta alrangt, og ætti það ekki að vekja undrun að sambærilegar aðstæður í veðurfari og menningu geri borgarlífið og samsetningu borga í svipuðum norrænum borgum býsna líkt en hins vegar ólíkt því sem er í gamalgrónum stórborgum. 


mbl.is Hugmynd að breyttu skipulagi Kvosarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulegir Íslendingar eiga ekkert erindi í miðbæ reykjavíkur.  Þetta er hvorki aðlaðandi né áhugavert svæði til að heimsækja. Einungis fyrir túrista og þá sem ætla að detta íþa um helgar.

Þorp sem vildi verða borg en stendur undir engum væntingum.  Kannski að byggð á flugvallarsvæðinu gæti breytt einhverju en ekki líklegt.  Snobbhænsnin með meiri peninga en vit eiga eftir að halda uppi fasteignaverði í þessum svokallaða miðbæ Íslands en Íslendingum almennt er sama um þennan útnára.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2022 kl. 08:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stærstu megin krossgötur landsins eru nú á svæðinu í kringum Elliðaár, þ.e. Vogahverfi - Ártúnshöfði - Smiðjuhverfi - Mjódd - Smárinn. Með tilkomu Sundabrautar styrkjist þetta svæði sem þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu og á því skerast meginleiðirnar Vesturland-Suðurnes og Suðurland-Seltjarnarnes. 

Sambærilegar krossgötur eða nýr þyngdarpunktur við Tjörnina eru óhugsandi. 

Ómar Ragnarsson, 30.10.2022 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband