Ruglað saman framdekki og framhjóli?

Eitt af einkennumm hnignandi málkenndar nútímans er að ruglað sé saman einstökum pörtum af hlutum. 

Algengt dæmi er það, þegar hjól bíla eru kölluð dekk en ekki hjól. En hvert hjól bíls skiptist í tvo hluta: dekk  og felgu, sem mynda heildina hjól.

Viðtengd frétt á mbl.is er lítt skiljanleg, því að tæknilega er ekki hægt að missa annað framdekkið eitt og sér undan bíl og missa meira segja sama dekkið tvisvar í röð. 

Líklegra er að í  atvikinu, sem greint er frá, hafi verið um allt viðkomandi framhjól að ræða. 

Svipaður ruglingur er orðinn að málvenju, hvað snertir hugtakið dyr. 

Talað er um að opna hurðina og loka henni, þegar átt er við það að opna dyrnar og loka þeim. 


mbl.is Missti framhjól eftir dekkjaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minna gagn í varadekkinu þá ef maður þarf að umfelga á staðnum til að koma því undir...

ls (IP-tala skráð) 2.11.2022 kl. 12:42

2 identicon

Það var ekki hnignandi málkennd nútímans sem fékk fólk til að rugla með dyr og hurðir í gamla daga. Löpp og fót. Og lengi hafa bílstjórar stigið á kúplingu og bremsu þó hvorugt sé að finna inni í bílnum. Og það hefur lengi verið mér ráðgáta, þó það komi þessu máli lítið við, hvernig kál er sopið úr ausunni frægu. Er þá einnig hægt að súpa kótilettur, svið og slátur?

Vagn (IP-tala skráð) 2.11.2022 kl. 19:49

3 Smámynd: Alfreð K

Það hlýtur að vera réttara þá að tala um varahjólið í bílnum, frekar en „varadekkið“. Alltaf til í að bæta málfar.

Alfreð K, 3.11.2022 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband