7.11.2022 | 19:51
Til hvers eru lífeyrissjóðir?
Árum saman hafa reglulega borist fréttir af því, að nýta skuli fé lífeyrissjóðanna hin hinna fjölbreytilegustu verkefna sem engan veginn eru á verksviði þessa mikla fjár, sem launþegar atvinnurekendur hafa safnað saman í gríðarlega stóran sjóð, sem sífellt vekur ágirnd utanaðkomandi ráðamanna og áhrifamanna.
Ekki síst var þetta áberandi á árunum í kringum Hrunið þar sem hugmyndirnar um nýtingu þessa fjár voru með fjölbreytni, sem var mjög í takt við fjárhæðirnar, sem ágirnst var.
Þegar þeir, sem fengu þessar hugmyndir voru inntir eftir því að lífeyrissjóðirnir væru í eign þeirra sem hefðu greitt af launum sínum í þessa sjóði var því oft svarað til að stjórnir sjóðanna væru skyldar til að ávaxta féð og þess vegna kæmu alls kostar verkefni þar vel til greina.
Gátu útskýringarnar á þessum áformum, sem oft voru raun fólgin í hreinni eignaupptöku verið býsna langsóttar oft á tíðum.
Þegar menn eru núna byrjaðir að sjá afleiðingar fyrirsjáanlegra glæfra varðandi bankabóluna miklu síðan 2004 ættu þeir að hafa það í huga til hvers lífeyrissjóðirnir séu og hverjir eigi þá í raun.
Styður Bjarna í aðgerðum vegna ÍL-sjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Launamönnum er ætlað að halda að þeir greiði í sjóðina til að þeir geti haft rýmri fjárráð eftir að atvinnuþátttöku lýkur. Þegar lífeyrisjóðakerfið var sett á fót var tilgangurinn að iðgjaldsgreiðendur hefðu greiðslur úr lífeyrissjóðunum til viðbótar ellilífeyrinn frá TR. En þetta er nú allt grafið og gleymt.Í raun er þetta lögbundinn þjófnaður og fjárglæframenn sjóðanna umgangast fjármuni þeirra eins og spilapeninga í spilavíti. Birta er einn af þeim sjóðum sem ég fæ greiðslur frá og lítt hugnast mér að sá sjóður ætli nú aðð leggja 300m til viðbótar á rúllettuna hjá flugfélaginu Play sem er reyndar ekki flugfélag, engar flugvélar á félagið.
Örn Gunnlaugsson, 8.11.2022 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.