Hættuleg stigmögnun, sem getur farið úr böndunum.

Fyrir réttum sjötíu árum stóð yfir mannskæð stórstyrjöld á Kóreuskaganum eftir að her frá Norður-Kóreu réðist óvænt og fyrirvaralaust yfir 38. breiddarbauginn, sem markaði línu milli norðurhlutans og suðurhlutans árið 1950.  

Norðanmenn voru mjög nærri því að ná öllum skaganum, en áveðin og öflug varnarviðbrögð eyrnamerkt Sameinuðu þjóðunum en að mestu framkvæmd af Bandaríkjaher afstyrðu algerum ósigri. 

Stríðið snerist við, og nú var það innrásarher norðanmanna, sem hðrfaði norður allan skagann og hafði látið mestallan orðurhlutann af hendi, þegar Kínverjar skárust í leikinn og sendu her yfir Yalufljót, sem myndaði landamæri Kóreu og Kína. 

Við tók vetrarstyrjðld þar sem sunnanherinn hraktist langt suður eftir skaganum og glæfralegar tiltektir Douglea Mac Arthur yVfirhershöfðingja í stríðinu ðllu urðu til þess að Truman forseti rak hann úr starfi. 

Eftirmaður hans, Matthew Ridgeway, tókst að endurskiæuleggja bandaríska herliðið og fram til 1953 ríkti pattstaða við svipaða línu og hafði verið landamæri Norður- og Suður-Kóreu tii 1950. 

Vopnahlé var samið 1953, en enn þann dag í dag hefur enginn friðarsamningur verið gerður. 

Í Norður-Kóreu ríkja einræði, harðstjórn og ömurleg lífskjör, en sunnan megin eitt öfluggasta iðnaðarríki Asíu. 

Stigmögnun ögrandi aðgerða nú er að verða eihnver mesta ógnin við heimsfriðinn. 


mbl.is Norður-Kórea heitir yfirþyrmandi hernaðaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hugsanlegt að ástæðan fyrir hörku og óbilgyrni þeirra er aðhyllast kommúnisma er trúleysi þeirra á að æðri máttur sé enginn yfir manninum og þar með sé maðurinn æðstur og þurfi ekki að taka afleiðingum gjörða sinna í jarðríki Stalín,Maó og fleiri slátrarar mannkyns voru trúlausir og eins virðist vera með Pútín,getur ekki verið að trúin á æðri máttarvald haldi vitfirringu illskunnar í skefjum í mannshuganum að gjörningur hljótist af slæmri framkomu í garð meðbræðra sinna,einhverskonar heljarvist hljótist af drápi á manneskjunni.Það getur ekki verið nóg að sýna harðneskju í garð meðbræðra sinna og halda að enginn tyftun sé af æðri máttarvöldum vegna harðýðginnar,slíkt hlýtur að valda óeðlilegri hörku. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 7.11.2022 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband