Hin mikla andstaða við gjaldtöku er undraverð á heimsvísu.

Eitt furðulegasta fyrirbrigðið sem fram kemur í skoðanakönnunum um náttúruvernd og ferðamál hér á landi er það, hve stór sá minnilhluti er, sem er ymist andvígur þjóðgörðum og friðlýsingum eða andvígur gjaldtöku hjá ferðafólki. 

Þegar hugmyndir um slíkt voru viðraðar fyrir átta árum notuðu sumir orð eins og "auðmýking" og "niðurlæging" um slíkt. 

Þetta er gerólíkt því viðhorfi í ððrum löngum eins og til dæmis landi frelsisins, Bandaríkjunum, þar sem ritað er stórum stöfum á þjóðgarðapassana "stoltur þátttakandi." 

Einnig er það íslenska viðhorf að "heimamenn" eigi að vera undanþegir aðgangsgjaldi svo almennum viðhorfum erlendis, að nálgast að vera viðundur og þekkist hvergi í þeim 30 þjóðgörðum, sem síðuhafi hefur komið til. 


mbl.is Lykilþættir um framtíð friðlýstra svæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við borgum og borgum og borgum hvern einasta dag, og svo koma einhverjir galnir kommúnistar og heimta að við borgum meira fyrir landið' sem við höfum þegar borgað 14 sinnum fyrir að búa í.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2022 kl. 17:10

2 identicon

Við ættum þá að stimpla í vegabréf allra sem hingað koma "ánægður með verðlagið" og á ökuskýrteini okkar ætti að setja "góðir vegir og frábært viðhald".

Að prenta "stoltur þátttakandi." á einhvern passa gerir mig frekar að kúguðum greiðanda en stoltum þátttakanda. Ég fyllist engu stolti við að þurfa að borga aðgang að egin landi. Þú ruglar saman viðhorfi gjaldtakenda og greiðenda. Viðhorf gjaldtakenda er það sem þú sérð á passanum, greiðendur hafa ekkert að segja um hvað stendur á passanum.

Íslendingar hafa verið aldir upp í því að landið allt sé þeirra. Hér höfum við lengi haft lög um frjálsa för. Þannig er það víða annarstaðar ekki. Þar eru þinglýstir eigendur lands, sama hvort sá landeigandi er einstaklingur eða ríkisstofnun, alráðir um hverjir fái aðgang, hvort grafin sé náma, borað eftir olíu, skógur felldur eða foss stíflaður. Almenningur er þar ekki huglægur og táknrænn eigandi með sama hætti og við sjáum okkur. Þar borgar almenningur því landsvæðið er ekki þeirra og kemur þeim ekkert við. Þeir eru ekki heima, þeir eru gestir.

Vagn (IP-tala skráð) 9.11.2022 kl. 18:19

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Útsýni frá Laugarnesi og yfir Viðey síðdegis í dag var töfrum líkast. Kvöldroðin birtist í margbreytilegum litum Esju og inn Hvalfjörðinn. Þar skartaði Skarðsheiðin hvítu. Ævintýraleg mynd sem var aðeins föl fyrir þá sem höfðu tíma til að njóta. Ekki er hægt að verðleggja slík undur, sem birtast eins og málverk meistara Kjarval á töfrandi hátt. Slík augnablik þurfa alla athygli áhorfandans og fulla meðvitund til að uppgötva leyndardóma. 

Gjaldaglaðir eru uppátektasamir og þeir sem ekki hafa hreint loft gætu farið fram á að við innheimtum fyrir þá sem ekki búa við hreint sjávarloft einog við hér á norðurhjaranum. Stóru Atlantshafs lægðirnar eiga eftir að koma, sýna sig í vetur, ekki aðeins í Reynisfjöru. Það er ekki fyrir alla að búa á Íslandi eða Grænlandi. Ákveðið gjald felst í sólarferðum fyrir þá sem vilja sól og hita.

Ein óvinsælasta gjald sem hér var lagt á var gistináttagjaldið. Dagskattur. Það var lagt á alla gistingu innanlands og er handan við hornið ef menn vilja auka dýrtíðina.

Sigurður Antonsson, 9.11.2022 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband