"Kenýaheilkennið" er lífseigt.

Nokkrir þekktir ferðamannastaðir á Íslandi líða fyrir fyrirbæri, sem kalla má "Kenyaheilkennið" og felst í því að stunda fífldjarft áhættuspil með nálægð við mikla hættu. 

Fyrirbærið má kenna við heimsmeistarakeppnina í ralli, þ.e. þann hluta hennar sem fer fram í Kenya. 

Fáklæddir heimamenn, oft berfættir fátækir unglingar, gerðu sér leik að því að stilla sér upp á miðri sérleið þar sem keppnisbilarnir komu æðandi að, oft út úr blindbeygju, og keppnin fólst í því að verða síðastur til allra til að víkja úr vegi fyrir rallbílunum.

Hér á Íslandi felst hliðstætt athæfi í því að ganga á Kirjufell að vetrarlagi, ganga niður að briminu við Reynisfjöru og forða sér ekki frá aðvífandi drekkingar brimöldu, fyrr en á síðustu stundu, og við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall byggist hættuspilið á því að ganga á hálfstorknuðu yfirborði hrauns, jafnvel á sandölum. 

Þetta fyrirbæri er afar erfitt viðureignar, því að hjá of mörgum hinna fífldjörfu, getur það virkað espandi að teknar séu myndir af þessum "afrekum".  

Það breytir því ekki, að fagna ber því að nú megi sjá merki um aðgerðir til að minnka hættuna og vara sem best með upplýsingu við hættunni og fylgja því eftir. 

 


mbl.is Niðri við brimið þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband