17.11.2022 | 23:41
"Hvað eru flugvallargjöldin há á Sauðárflugvöllur international airport."
Síðan Sauðárflugvðllur á Brúaröræfum, sem er með alþjóðlegu skammstöfunina BISA, var settur inn á lista Isavia yfir skráða og viðurkennda flugvelli 2011, hafa komið upp nokkur skondin tilfelli, sem skapast hafa fyrir misskilning.
Í skammstöfuninni tákna stafirnir BI Ísland á lista yfir íslenska "aerodromes", svo sem BIRK fyrir Reykjavíkurflugvöll og BIKF fyrir Keflavíkurflugvöll. RK táknar Reykjavík og SA eru tveir fyrstu stafirnir í heitinu Sauðá.
Um nokkurra ára skeið var haldið út upplýsingasíðu með heitinu "Icelandic aerodromes" með helstu upplýsingar um íslenska lendingarstaði og mátti þar sjá tölu sem táknaði hve oft flugmenn eða flugrekendur hefðu leitað að hverjum fyrir sig.
Árum saman voru þessir þrír efstir á lista yfir "most searched", Keflavíkurflugvöllur, Sauðárflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur.
Ástæðurnar fyrir þessu voru líklega helstar þær, að Sauðárflugvöllur hafði upplýsingar um alls fimm flugbrautir, allt frá 660 upp í 1180 metra langar, og fyrir flugmenn, sem komu úr austri eða suðaustri yfir hafið til Íslands, var þessi margbrauta völlur næst flugvleiðinni.
Síðuhafi fékk nokkur skondin símtöl út af vellinum, af því að í úpplýsingum um völlinn var hann og er enn kynntur sem umsjónarmaður og ábyrgðamaður vallarins.
Í þessum símtölum var spurt um opnunartíma, lendingargjöld og fleira, sem skiptir máli varðandi stóra flugvelli, en í nokkur skipti hafði flugmönnum greinilega sést yfir setningarnar "malarflugvöllur".."hálendisflugvöllur" og "fær eftir aðstæðum."
Sást þar með strax, að tveggja til þriggja hreyfla þotur, hefðu þangað lítið að sækja.
Gefst upp á flugvallargríninu eftir 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern tímann heyrði ég að þekktur rithöfundur hefði gefið flugvöll á Spáni sem hann nennti ekki að eiga.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.11.2022 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.