Ögrandi leikur að kjarnorkueldi.

Á næsta ári verða 70 ár síðan vopnahlé batt enda á Kóreustríðið án þess að friðarsamningur væri gerður. 

Það voru stríðsþreyttar þjóðir sem stóðu að þessu vopnahléi í stríði þar sem milljón manna voru drepnir og reynt hafði verið á þolrif stríðsalia með þeim eina árangri að vopnahléslínan fól í sér svipuð landamæri á milli norðurhlutans og suðaurhlutans og verið höfðu við upphaf stríðsins 1950. 

Sjötíu árum síðar er himinhrópandi munur á kjðrum fólks norðan megin og sunnan megin við vopnahléslínuna. 

Um 26 milljónir manna búa við við ömurleg kjör einræðiskúgunar og skorts í Norður-Kóreu, en í Suður-Kóreu búa tvfalt fleiri og þar hefur átt sér einhver mesti lífskjara- og efnahagsuppgangur sem um getur. 

Kínverjar drógust inn í stríðið veturinn 1950-51 og síðan 1948 hefur Norður-Kórea verið undir verndarvæng og áhrifasvæði Kínverja og Sovétríkjanna, en Suður-Kórea í slagtogi með Bandaríkjunum og Japan. 

Spilltir valdhafar voru bæði norðamegin og sunnanmegin 1950 en núna er stjórnarfarið norðan megin sérstaklega slæmt og valdhafarnir firrtir. 

Það brýst meðal annars fram í því að eignast kjarnorkuvopn og eldflaugar sem gætu borið þau til helstu óvinalandannna, Japans og Bandaríkjanna og láta ekki þar við sitja, heldur skjóta æ fleiri eldflaugum í átt til hina skilgreindu óvina á sífellt meiri ógnandi hátt. 

Með þessu er ætlunin að ná ógnunartaki eða ögrandi hótunarvaldi, sem eru sífellt meiri ógnun við heimsfriðinn. 


mbl.is Loftskeyti Norður-Kóreu ná til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem einræðisherrar og kommúnismi hafa verið við völd hafa lífskjör alþýðunnar verið afar bágborin, líf einstaklinga einskis metið þegar horft er til sögunnar,en því miður læra menn seint af sögulegri reynslu heldur halda áfram stríðsrekstri sem enginn hagnast á nema vopnaframleiðendur. Hinn almenni borgari verður fyrir barðinu á eiræðisherrunum og líður þjáningar alveg að óþörfu en þjóðin í heild sinni þjáist vegna ósanninda og græðgi örfárra manna,þetta sést best á Úkraníustríðinu sem er dæmi um tilgangsleysi stríðandi fylkinga.Það er von að þeir sem verða fyrir barðinu á græðgi einræðisherranna óski þeim vistar í helju að jarðvist lokinni því enginn guðdómur sættir sig við komu þeirra í himnaríki.Allir hljóta að verða taka afleiðingu gjörða sinna ef ekki í jarðlífi þá að því loknu,eftir því hvernig framkoma þeirra var við meðbræður sína annað er ekki sanngjarnt gagnvart öllu er lífsanda dregur. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 19.11.2022 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband