27.11.2022 | 12:51
Sérstaða og hugmyndaauðgi eru dýrmæt í öllum rekstri.
Hér á árum áður var jólasveinninn rafknúni, sem kinkaði kolli í glugga Rammagerðarinnar, sá eini af þessu tagi í Reykjavík. Þetta litla atriði dró athygli að versluninni og umhverfi hennar og það kom sér vel, því Hafnarstræti var ekki eins fjölfarið og margar aðrar verslunargötur.
Nú hefur margt breyst og þá skiptir miklu að laga sig að nýjum aðstæðum og finna möguleika á sérstöðu með því að nýta hugvit og hæfileika.
Þetta er almennt lögmál sem í raun getur virkað í öllu þjóðlífinu og efnahagslífinu.
Best geymda leyndarmál borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll. Svo var annað sem vakti enn meiri athygli mína, í glugga gleraugna-verslunarinnar Týli: Uppstoppaður hvítur köttur með gleraugu og rauða slaufu. Mig minnir að hún hafi a.m.k. um tíma verið í Hafnarstræti, en til er mynd af Austurstræti frá um 1970, þar sem skilti búðarinnar sést, en því miður ekkert meira. - Manst þú ekki eftir hvíta gleraugnakettinum, Ómar?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 27.11.2022 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.