30.11.2022 | 09:02
Þrátt fyrir stóraukna tækni geta svona dómar verið rangir.
Leikmaður fellur á afturendann í vítateigi og ber eðlilega hönd fyrir sig til þess að minnka fallið.
A þessu örstutta augnabliki sér hann ekki boltann og því síður er um nokkurn ásetning að ræða varðandi boltann; hvaða maður sem er hefði gert nákvæmlega það sama til þess að minnka höggið við fallið.
Á myndum sést þetta vel, en samt fellir dómarinn rangan dóm, sem haft getur afdrifaríkar afleiðingar.
Atvikið sýnir ekki gagnsleysi myndatökutækninnar, heldur er það þvert á móti dæmi um það að dómurum getur skjátfast.
Vítaspyrnudómurinn var rangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jaaaá, menn eru oft ótrúlega snöggir að hreyfa hendurnar í veg fyrir boltann af stuttu færi.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2022 kl. 22:01
Höndin fór ekki í veg fyrir boltann, sem skrúfaðist framhjá henni.
Ómar Ragnarsson, 30.11.2022 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.