13.12.2022 | 22:36
Góð byrjun, en það þarf líka að auka birtu og flæði lýsingarinnar í næturmyrkrinu.
Fyrir aldarfjórðungi var farið út í kaldan útreikning á því hvert meðaltjónið væri við banaslys hér á landi.
Miðað við uppreiknað dæmi í samræmi við verðgildi krónunnar er líklegt að þessi upphæð slái í einn milljarð króna.
Þess vegna er það fagnaðarefni að Reykjavíkurborg mun, í öllum niðurskurðinum núna, lengja lýsinginguna í myrkrinu.
En þó má betur gera, því að auk þessa er brýnt að bæta lýsinguna verulega allan tímann, sem myrkur er, og eyða með því illa lýstum stöðum og svæðum.
![]() |
Ljósastaurar munu lýsa lengur í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.