Sýnd veiði en ekki gefin.

Dæmin um sýnda veiði en ekki gefna eru ótal mörg í sögu hinnar hamslausu eftirsóknar jarðarbúa eftir vaxandi neynslu og tilsvarandi hagvexti.  

Sumt hefur reynst afbrigði af Frankenstein eins og til dæmis tilkoma plastsins, sem flest átti að leysa og hefur reyndar gert það í þeim mæli að þessi pistill er pikkaður á tölvu sem er úr því efni. 

Nú horfa menn ráðþrota á þennan uppvakning vera byrjaðan að éta allt lífríki jarðar innan frá og er hin plastumvafða Eldey eitt af nýjustu dæmunum. 

Þar hefur hin grandalausa súlumergð fallið fyrir nytsemi plastsins við hreiðurgerð, sem kostar líf margra fuglanna, sem flækjast og festast í þessu aðskotaefni og hljóta langdreginn og kvalafullan dauðdaga. 

Framundan sést fátt nema stjórnlaus innrás plast- og trefjaefna inn í okkur sjálf í formi örplasts, og plastið sækir meira að segja fram á jöklunum. 

Í pistli á undan þessum er minnst á kjarnorkuna sem öll orkuvandamál átti að leysa fyrir sjötíu árum en er í raun óendurnýjanleg auðlind. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Lausnin á öllum þessum vandamálum er friðarstefna og auðmýkt, að lifa við náttúruleg kjör án hátækni eins og gert var í gegnum aldirnar. Það mengar ekki jörðina og neyðir fólk til að halda mannkyninu í hæfilegum fjölda.

Tek undir þessa gagnrýni á hagvöxt og neyzluhyggju, kapítalisma. Lausnirnar eru ekki flóknar, en í staðinn fyrir fleiri ráðstefnur þarf athafnir eins og Gréta Thunberg hefur haldið fram. Almenningur þarf að hafna nútímanum.

Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband