"Óvenjuleg" stórviðri desembermánaðar ný sönnun fyrir kuldatrúarmenn?

Menn, sem afneita kenningum um hlýnun loftslags á jörðinni grípa nú á netinu fegins höndum hríðarhvellinn 16. desember og blása hann upp í einn alls herjar stórviðraham allan mánuðinn. 

Þrír óveðursdagar gilda nú sem sönnun um að loftslag fari ekki hlýnandi heldur jafnvel kólnandi.

Þeir fara létt með að sleppa því að 16. desember var óvenjulegur sem fyrsti dagurinn með alhvíta jörð í Reykjavík í allt haust! 

Og ekki síður það að þessi dagsetning á fyrsta snjódeginum var það óvenjulega í veðurfarinu síðan í fyrravetur.   

 


mbl.is „Ljóst að tjónið er mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eins og lesendur hér vita afneita ég ekki hamfarahlýnun þótt margir geri það.

Í Snorra Eddu er talað um að Ragnarök hefjist þegar ÞRÍR VETUR fara saman, (sumrin frjósa saman). Völuspá var rituð í kringum árið 1000 með enn eldri rætur, kannski allt að 2000 ára rætur, og þá var ekki vitað um afleiðingar hamfarahlýnunar eða breytinganna á Golstrauminn sem getur valdið nýrri ísöld. (Eða tæplega, nema það sé rétt að tækni fornmanna hafi glatazt). Spáin í Völuspá er engu að síður ótrúleg og nákvæm miðað við þekkingu í náttúruvísindum nú til dags.

Að vísu hafa ekki sumrin frosið saman enn, en engu að síður er þetta vísbending um að ekkert er víst í þessum efnum. Vinur minn sagði mér frá því að snjóað hafi í sumar þar sem hann var að ferðast um landið.

Sumir efasemdamenn um hamfarahlýnun vilja ekki skilja hvernig kólnað getur af völdum hamfarahlýnunar. Þannig eru leyndardómar loftlagsvísindanna.

Öfgar leiðar af sér aðra öfga.

Það eru fleiri vísindamenn sem telja manninn hafa hrint af stað hlýnun umfram þetta eðlilega en þeir sem andmæla því.

Ísaldir eru hluti af náttúrulegu ferli á jörðinni. Mjög skiljanlegt er að hárfínt jafnvægi hafstraumanna raskist þegar ferskvatn fer útí höfin með bráðnun jöklanna.

Ég tel að kenningin um að mannkynið geti komið af stað ísöld með hamfarahlýnuninni sé meira en sennileg, ég tel hættuna mjög ljósa.

Annars gott hjá þér Ómar að vekja athygli á þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 22.12.2022 kl. 16:31

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Ómar

Ef ferð lægða sem ollu stórviðrinu hefðu legið aðeins norðar og austar en raun varð á hefði vegurinn ofan við álverið að Hvassahrauni lokast. Tveggja aðgreina vegur.

Vegurinn ofan við Keflavík liggur tiltölulega hátt, en vindurinn náði ekki að blása snjónum af aðalveginum. Of margar hringtengingar gerðu snjóruðningsmönnum ókleift að ryðja snjónum burt til að halda brautinni opni meðan mest gekk á.

Vegamálaráðherra veit að gerð fjögra aðgreina brautar að Flugstöð hefur hvað eftir annað verið frestað á verkefnalista Vegagerðar. Ekki hefur mátt minnast á innheimtu óvinsæla veggjalda? Aðrir hafa barist gegn raflínugerð.

Á landnámsöld var hægt að ganga Norður þvert í gegnum skarð sem hafði myndast í Vatnajökli. Hlýnun jarðar á Norðurhveli á sér stað á ákveðnu tímabili og því ber nú að fagna. Hins vegar þykir mörgum manninum gaman að fara á jökla og vörumerkið er þekkt meðal ferðamanna.

Sigurður Antonsson, 22.12.2022 kl. 16:52

3 identicon

Já svona rétt eins og þið ofsahitatrúar menn grípið fegins hendi þegar blessuð sólin skín í heiði tvo til þrjá daga í röð,þá er blásið til sóknar að nú sé sönnun fyrir hamfararhlýnun.

Björn. (IP-tala skráð) 22.12.2022 kl. 22:06

4 identicon

Sæll Ómar.

Það er mikil eftirsjón í Hel og hinu gamla góða Helvíti en
huggun harmi gegn, að andarnir í loftinu sameinast nú í
einum punkti að flengja alla heimsbyggðina með
hinu nýja helvíti sem lofthænsni nútímans hafa búið okkur.

Lof sé Guði að þessi viðskiptabrella allra tíma skilar
milljörðum á milljarða ofan í skattlagningu, - og vonandi
að trúboðarnir fái nú einhvern skerf í sinn hlut.

Kemur að orðum Friedrich Nietzsche: Guð er dauður!

Húsari. (IP-tala skráð) 23.12.2022 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband