23.12.2022 | 10:11
Þorskurinn, ýsan, skatan og súrnun sjávar.
Enn er það þorskurinn, sem er sú fisktegund, sem skapar þrátt fyrir allt einna jöfnust og mest verðmæti í þjóðarbúið.
Það er hins vegar smekksatriði, hvort allir telji þorskinn bragðbesta fiskinn. Þegar síðuhafi hefur verið spurður, hvað vegi þyngst í því að eiga heima á Íslandi, verður svarið oft svona;
"Það eru fimm ástæður:
1. Fæddur og uppalinn á Íslandi.
2. Það er minna af pöddum á Íslandi en í heitari löndum.
3. 4. 5. Ýsa, smjör og kartöflur.
Í dag fær þorskurinn samkeppni frá skötunni.
Í umræðunni um vaxandi magn af koldíoxýði i andrumsloftinu er nánast aldrei minnst á súrnun sjávar, sem er þó óumdeilanlegt fyrirbrigði og miklu stærri hluti málsins en breytt efnahlutfall í andrúmsloftinu.
Einhvern veginn virðist enn skorta á að búið sé að huga nóg að hafinu og áhrifum súrnunar sjávar. Er þó ansi mikið í húsi fyrir þjóð, sem á svo stóran hluta kjara sinna háðan sjávarafurðum.
Mældu stærri þorskstofn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt Ómar, súrnun sjávar er nánast ekkert í umræðunni, líklega vegna þess að vísindamenn hafa bent á að stærsta kolefnisgeymsla okkar heims sé hafsbotninn, og þegar botndræg veiðarfæri, eins og t.d. botnvarpa er dregin eftir botninum, rótar hún upp botninum, setinu, kolefnisgeymslunni, og eykur þannig og hraðar súrnun sjávar. Langmest af botnfiski sem veitt er við Íslandsstrendur, er veiddur með botndrægum veiðarfærum, dragnót og botntrolli, og virðist því þögnin um málið vera helsti plásturinn. Ef borin er saman umræðan í helstu fjölmiðlum landsins um einkabílanotkunina ógurlegu annars vegar, og svo dragnótaskipin og togarana hins vegar, er augljóst að þögninni er handstýrt.
Arnar (IP-tala skráð) 24.12.2022 kl. 09:13
Það var lagið,taka til við næsta hamfaraspádóminn,þessi vitleysa tekur aldrei enda....
Björn. (IP-tala skráð) 26.12.2022 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.