"Meiri snjó! Meiri snjó! Meiri snjó!"

Góðan dag og gleðileg jól! 

Þetta er kveðja helgar kyrrðar og friðar, sem nú er gengin í garð. Á aðventunni var beðið heitt um jólasnjó og svo sannarlega rættust þær óskir, en kannski í full miklum mæli. 

Fyrsta bók helgarinnar hjá síðuhafa varð "Gullöldin", ljósmyndabók Rúnars Gunnarssonar, sem tekst á alveg einstaklega eftirminnilegan hátt að fanga með svart-hvítum myndum sínum síðari hluta 20. aldarinnar svo vel, að hrein unun er að njóta þessara firna sterku heimilda um viðfangsefnið, sem höfundurinn kryddar síðan með afar vel orðuðum og hnyttnum texta. 

Í íslenskum veruleika varð svart/hvíta myndin ráðandi í kvikmyndum alveg fram til 1980 og listfengir ljósmyndarar og kvikmyndasmiðir gerðu svið sitt að vettvangi slíkra mynda, svo að gríðarlegur fengur er að. 

Auk Rúnars eru Friðþjófur Helgason og Páll Stefánsson á ferli á bókamarkaðnum að þessu sinni, en einbeita sér að myndum vítt og breitt um landið. 

Undanfarin misseri hefur RAX farið mikinn á visir.is svo að með sanni má segja, þegar fleiri myndsmiðum er bætt við, að um auðugan garð er að gresja varðandi listræna og sterka heimildavinnslu á afurðum myndsmiða á sviði íslenskrar menningar og náttúru.  

 


mbl.is Léttir til sunnan- og vestanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Tíðarandinn mælist einkar vel á forsíðumynd bókarinnar Gullöldin eftir Rúnar Gunnarsonar. Óþarfi að setja bókarheitið í sviga. Gullöldin getur verið svo margt. Gullöld bókmennta? Gullöld ljósmyndunar þegar æ fleiri geta náð augnablikum sem verða ógleymanleg?

Bókarkápan er út af fyrir sig bráð spaugileg. Þegar höfundurinn leggur af stað í útilegu? Minnir mig á mynd af frönskum skopmyndaleikara, með pípu í öðrum munvikinu. Myndir með honum voru sýndar í á hvíta tjaldinu í Trípólíbíó á Grímsstaðarholtinu. Myndin af Kamp Knox börnunum í fallegu fötunum toppar svo kynninguna á ljósmyndabókinni í blaðinu.

Börnin eru yfirmáta íbyggin og eftirvæntingafull þegar þau horfa brosandi í augun á ljósmyndaranum. Falleg kynning "síðuhafa" á jólabók Rúnars.

Sigurður Antonsson, 25.12.2022 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband