Jólakústurinn er þarfaþing, en ræður ekki við stórar rútur.

Snjórinn, sem hefur verið að valda erfiðri færð, hefur allan tímann fallið í talsverðu frosti, nema kannski á allra syðstu ströndum og eyjum landsins. Kústur 2 jóladag

Lausamjöllin, sem vindurinn skefur léttilega í skafla, er að mestu leyti tiltölulega létt í sér, en engu að síður er erfitt fyrir bakveika að beita ser við moksturinn. 

Í litla bílnum, sem sést á myndum dagsins, kemst snjóskófla fyrir, en sem betur fer hægt að hafa líka venjulegan strákúst með sér, sem er ekki aðeins mun handhægari en skóflan, heldur er átakið á bak mokstursmannsins mun þægilegra og afköstin margfalt meiri, einkum við að skafa af bílnum sjálfum.Kústur, jóladag  

Vegna þess að 70 prósent af þyngd bílsins hvílir á drifhjólunum að aftan, er undravert hve vel hann drífur í ófærðinni, og vegna léttleikans, þarf sárahlitla aðstoð til að losa hann. 

Kústur, snjóskófla og stór skafa komast langsum fyrir í þessu bílkríli án þess að koma í veg fyrir að setið sé í báðum tveimur sætunum. 

Öðru máli gildir um 70 manna rútur, jafnvel þótt 70 kústar væru um borð. 

Hvað um það; Jólakústurinn getur komið sér vel um jólin og átt þátt í kveðjunni: Gleðileg jól!


mbl.is Fór framhjá lokunum og þverar þjóðveg 1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar.

Á hvernig vetradekkum ertu með undir bílnum?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.12.2022 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband