30.12.2022 | 14:48
Verður upphaf hvellsins tæpum tveimur vikum fyrr einhver lærdómur?
Spá Vedurstofunnar um upphaf óveðursins, sem skall á á laugardagsmorgni 16. desember, stóðst í öllum meginatriðum, jafnvel nokkrum dögum fyrir þetta upphaf.
Samt var eins og þetta óveður kæmi nær öllum að óvörum og sér ekki fyrir endann á því enn.
Það var engu líkara en að menn héldu, að nóg væri að miða allan viðbúnað við að svona óveður skyllu bara á virkum degi, en ekki endilega á óheppilegasta tíma vikunnar, sem eru helgarmorgnar.
Nú er aftur spáð með nokkurra daga fyrirvara um svipaðan hvell, og enn er það laugardagsmorgun, sem náttúruöflin velja.
Nú hafa menn reynsluna af helgarhvelli og verður fróðlegt að sjá, hvort einhver lærdómur hafi dregist af undanförnum tveimur vikum.
Kolófært á gamlársdagsmorgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Maðurinn lærir ekki af reynslunni nú frekar en áður.
Fyrir því er sú skýring að það er óþekkt með öllu
að nokkur maður geri nokkru sinni nokkurntíma
nokkur mistök, - allir aðrir gera þau!.
Húsari. (IP-tala skráð) 30.12.2022 kl. 22:58
Í erlendri bók um flug var þessi setning: "Lærðu af mistökum annarra! Þú munt ekki lifa það af að gera þau sjálfur!"
Ómar Ragnarsson, 30.12.2022 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.