Nýir tímar aftur og tekin ný áhætta varðandi vítahring?

Í viðtengdri frétt á mbl.is eru gefnar upp ýmsar tölur, varðandi þau tímamót að Fréttablaðið hætti að vera ókeypis prentmiðill með allsherjar dreifingu í hús, en það voru tímamót um síðustu aldamót þegar sú útgáfa með tilheyrandi dreifingu hófst. 

Tvær tölurnar eru sláandi: 75 þúsund prentuð eintök á dag til þessa, en 6 þúsund eintök frá og með deginum í dag. 

Þetta er rosalegur munur, tólffaldur.  

Sparnaðurinn vegna prentunar og dreifingar er að vísu gríðarmikill, en á móti kemur hætta á ákveðnum vítahring; að minna framboð og útbreiðsla á blaðinu minnki auglýsingartekjur mjög, jafnvel þótt auglýsendur noti netmiðlana til þess í vaxandi mæli. 

Við lifum greinilega á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga. 


mbl.is Hætta útburði vegna taps Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir munu sakna Fréttablaðsins, bæði lesendur og auglýsendur.Við erum nú

vitni að lokun pósthúsa,banka og fleira og fleira er bætist við allt í

nafni svokallaðrar hagræðingar. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 3.1.2023 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband