Háþróuð dönsk iðngrein á sínum tíma.

Síðuhafi fékk strax á unga aldri smjörþefinn af þeirri þróuðu baksturslist sem barst til landsins frá Danmörku fyrir rúmri öld eins og fleiri greinar iðnbyltingarinnar. 

Afi var bakarameistari og iðnin gekk frá honum í arf. Það var unun að fylgjast með handverki þeirra við starfið, þar sem margir smámunir ásamt nákvæmni og færni skiptu miklu máli. 

Hráefnið varð að vera fyrsta flokks, hveitið til dæmis, en einnig mátti ekkert til spara í notkun smjörs, eggja og sykurs.  

Á réttu augnabliki þurfti að "lyfta" vínarbrauðslengjunum með því að opna á þeim mörg loftgöt með því að slá á þær raufar með eins konar hnífum.  

Það hefur löngum loðað við Dani, hve betri þeir séu í bakstri og matargerð en til dæmis Svíar. 

Ungum bakarasyni þótti eftirsóknarvert að dvelja í bakaríinu hjá afa og pabba um miðja síðustu öld og háma í sig eins marga vínarbrauðsenda, afganga, sem voru sjúklega góðir á bragðið eins og hægt var í sig að láta. 

Má orða það þannig, að börn bakara hafi mörg hver verið alin upp á vínabrauðsendum á þessum árum. 

Þegar iðnbyltingin þróaðist frekar á síðustu öld, leiddi það til aukinnar framleiðni og fjðldaframleiðslu sem að vísu hafði í för með sér verðlækkanir, en urðu gömlu handverksbökurunum erfiðar. 

Dæmið fyrir austan í viðtengdri frétt á mbl.is er eitt af dæmunum um þetta. 


mbl.is „Tími svona bakaría er liðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þegar nýr eigandi tók yfir reksturinn fyrir nokkrum árum, var flest öllum uppskriftum breytt. Góða brauðið hætti að fást og kúnnarnir hurfu annað

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.1.2023 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband