Þrátt fyrir breytingar í hernaði eru meginatriðin almenn og hin sömu og fyrr.

Úkraínustríðið hefur leitt í ljós breytingar í ljósi nýrrar tækni á ýmsum sviðum, svo sem í notkun dróna í hvers kyns hernaði. 

Þó er almennt viðurkennt að drónabyltingin ein kemur ekki í staðinn fyrir gildi meginvopnanna, orrustuskriðdreka og orrustu- og sprengjuflugvéla. 

Fréttir af því að Úkraínuher sé að fá nýjustu gerðir af orrustuskriðdrekum NATO og að kanadíski herinn að fá F-35 orrustuþotur, "tækni 21. aldar" eru því eðlilegar þegar um flestar tegundir af hernaði er að ræða. 

Það breytir ekki hinu, að sagan frá Vietnam og Afganistan sýnir, að við sérstakar aðstæður kunni önnur atriði en hernaðarmáttur nýjustu vígtóla að hafa meiri áhrif en stærð og geta öflugustu hernaðartólanna út af fyrir sig. 


mbl.is Orrustuþotur fyrir 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Þetta er því miður ekki rétt. Bylting hefur orðið í hernaði. Skriðdrekinn er úreldur og í alvöru stórveldastríði fer stríðið fram í geiminum (milli USA og Kína eða USA og Rússlands). Meira segja orrustuþoturnar eru úreldar. Drónadrifnar orrustuþotur (án flugmanns) sjá um átök framtíðarinnar sem er þegar að raungerjast. Ekki ber að taka mið af stríðinu í Úkraníu til að spá um framtíðina.

Bandaríkjamenn töpuðu hvorki Víetnamstríðinu né Afganistastríðinu hernaðarlega. Bæði stríðin töpuðust í valdabaráttu Repúblikana og Demókrata.

Birgir Loftsson, 11.1.2023 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband