11.1.2023 | 22:25
Snjóflóð falla þegar þeim sýnist.
Stórhríðin, sem hratt núverandi vetrarhörkum af stað fyrir þremur vikum, hefði getað hafist á skárri tíma en að berja að dyrum morguninn eftir fyrsta kvöld skyldudjammsins í upphafi helgarinnar.
En hríðin skeytti engu um þetta, heldur skall á þegar henni sýndist.
Snjóflóð gera heldur ekki hlé á því að falla á meðan verið er að hanna snjóflóðavarnirnar gegn þeim, heldur falla þau þegar þeim sýnist.
"Ég er alveg hissa á því að þessi aurskriða skyldi láta sér detta í hug að falla þarna alveg niður við bæinn" sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hér um árið, þegar hann var beðinn um útskýringu á furðulegri skriðu heim við bæjarhúsin að Lundi í Lundareykjardal.
Enn unnið að hönnun þó þrjú ár séu frá snjóflóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.