Musk tekur Henry Ford á þetta.

Uppgangur Elons Musk minnir um margt á uppgang Henry Ford einni öld fyrr. Báðir urðu meðal ríkustu manna heims á undraskömmum tíma í kjölfar byltingar á sviði bílaframleiðslu. 

Bíll Fords hét Ford T og var hvort tveggja í senn svo sterkbyggður miðað við þyngd og einfaldur og ódýr í framleiðslu að hægt var samhliða færibandabyltingu við smíðina, að Ford lækkaði söluverðið jafnt og þétt þrátt fyrir stanslausar hrakspár nær allra annarra. 

Aðferð Fords miðaðist við það, að með því að lækka söluverð Ford T svo mikið að margfalt fleiri hefðu efni á að eignast svona bíl en áður, myndi hin ævintýralega mikla söluaukning á bílnum skila vaxandi gróða. 

Þetta tókst í fjórtán ár með þeim árangri að helmingur allra bíla heims var af gerðinni Ford T. 

En velmegunin, sem fylgdi "the roaring twenties" orsakaði hrun á sölu Ford T þegar keppinautarnir fór að bjóða miklu fullkomnari dýra fyrir mun lægra verð en áður. 

Úm síðustu aldamót útnefndu Ford T sem bíl aldarinnar engu að síður.  

Ævintýri Elon Musk byggðist á tæknilegum framförum sem buðu upp á framleiðslu á byltingarkenndum rafbíl einmitt þegar stórbreyting á gildi rafbíla var að ganga í garð. 

Musk varð fljótur til að sjá möguleika sem nægðu til að skjóta honum fram til forystu í rafbílaframleiðslu heims og upp í hóp áhrifamestu og ríkustu manna heims. 

Segja má að Musk hafi náð þessum undraverða árangri með því "að taka Henry Ford á þetta."

Nú bregður hann á það ráð í ljósi aukinnar samkeppni að stórlækka verð bílanna svipað og Ford hafði gert rúmri öld áður. 

Hins vegar allt óvíst um það hvort Musk reikni dæmið rétt. 

Hrunið á sölu Ford T. 1924-1927 kom Ford óviðbúnum svo í opna skjöldu, að framundan var erfið barátta hjá honum til æviloka, og voru verksmiðjurnar nærri gjaldþrota. 

Eins og er, virðist slíkt síður líklegt hjá Musk en Ford, en spennandi timar eru framundan í ljósi þessarar djörfu aðgerðar hans. 


mbl.is Tesla lækkar verð á bílum um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökk fyrir þetta skemmtilega sjónarhorn á Elon Musk frá þér Ómar. Maðurinn er mjög sérstakur.

Við getum einnig hrósað honum fyrir að berjast gegn ritskoðun og þöggun Sannleikans, með því að kaupa Twitter.

Á þessu hvorutveggja virðist hann aðeins tapa. En eins og þú segir: Spyrjum að leikslokum.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband