Viðbrögð við ósigrum mikilvægari en viðbrögð við sigrum.

Muhammad Ali, sem margir telja mesta íþróttamann allra tíma, sigraði að vísu í 56 bardögum á ferli sínum, en hann tapaði samt fimm bardögum.  

Það þýðir að sigurbardagarnir mörgu skáru ekki úr um mikilleik Alis, heldur var það fyrst og fremst úrvinnsla hans úr ósigurum.  

Hvað eftir annað stóð Ali frammifyrir beiskum ósigrum og var talinn búinn að vera. 

Í tveimur ósigrum í lok ferils ofmat Ali stöðu sina, en í öðrum ósigrum vann Ali þannig úr þeim að hann barðist aftur við viðkomandi hnefaleikara, Joe Frazier, Ken Nortun og Leon Spinks og vann þá alla.

Ali barðist aðeins einu sinni við George Foreman og var jafnvel fyrir bardagann af aðstoðarmönnum sínum talinn eiga svo litla sigurmöguleika, að hafður var sérstaklega tiltækur sjúkrabíll þegar og ef Ali hefði verið barinn í klessu af hinum höggþunga Foreman. 

En Ali fann upp á sitt eindæmi leið til að vinna Foreman með aðferðinni "Rope-a-dope" og sinnti i engu margítrekuðum hrópum þjálfara síns um að færa sig út úr köðlunum.   

Í öllum íþróttum mega menn eiga von á ósigrum og því verkefni að vinna úr þeim og því hefur oft verið sagt að viðbrögð við ósigrum skeri úr um það hvort menn séu sannir meistarar eða ekki. 

Í bloggpistli fyrir nokkrum dögum var varað við því að íslenska liðið "færi Krýsuvíkurleiðina" að verðlaunum, en nú hefur þetta samt orðið niðurstaðan.  

 

 


mbl.is Óhressir með viðbrögð íslensku leikmannanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Gamli handbolta landsliðsþjálfarinn Bodgan var með þetta einfalt
ef þú gerðir mistök þá vemdir þú bekkinn

18 tæknimistök - það mætti hvíla einhverja í næsta leik

Grímur Kjartansson, 15.1.2023 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband