17.1.2023 | 21:18
Geta hestar orðið bjargvættirnir í bílferjunum?
"Utanaðkomandi fagaðilar" eru nefndir í frétt af því að ferjuútgerðin Havila Kystrutan í Noregi hefur ákveðið að flytja ekki raf- tvinn- eða vetnisbíla í ferjum sínum.
Á sama tíma hafa aðrar útgerðir komist að öfugri niðurstöðu og er spurningin þá hvort þar hafi verið leitað til utanaðkomandi fagaðila og þá hverra.
Meðal atriða, sem Havila Kystruten nefnir er, að erfiðara sé að koma við slökkviaðgerðum þegar rafbílar brenna heldur en þegar um eldsneytisknúna bíla, knúnum sprengihreyflum með brunahólfum er að ræða.
Ekki fylgir sögunni hvort brunar séu algengari í rafbílum en eldsneytisknúnum bílum, en þær rannsóknir á því, sem hafa ratað á fjörur fjölmiðla um það efni, benda til þess að brunarnir séu mun sjaldgæfari í rafbílunum.
Nöfnin, sem notuð eru í driflínum eldsneytisknúinna bíla benda raunar öll í eina átt: ELDSneyti, BRUNAhólf, KERTI/neistadeilir (spark plug), ELDSneytisgeymir, ELDSneytisleiðslur.
Þess má geta að á þýsku er notað heitið selbstunder um dísilbíla, sem útleggst í beinni þýðingu sjálfsíkveikjubíll.
En sem kunnugt er, er há þjappa í brunahólfi dísilvéla notuð til þess að kveikja í eldsneytinu.
Þetta vekur spurninguna um það, hvort þróunin haldi áfram í átt frá allri þessari eldhættu og að eina óeldfima farartækið verði þá ekki fyrir valinu, hesturinn.
Neitar að ferja rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki spurningin um tíðni eldsvoða heldur hve erfitt er að slökkva eld í rafhlöðu bíla, eins og kom fram í blaðagreininni.slökkvikerfin í bílferjum raða nokkuð vel við lausann eld í bíl, en djúp bruni í rafhlöðu bíls sem getur myndað mjög mikin hita í langann tíma og slökkvi efnið kemst ekki inn í rafhlöðuna til að kæla hitann niður.það kom fram í norsku greininni að 12 rafbílar hafi brunnið í haust.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.1.2023 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.