20.1.2023 | 12:48
Breiddin og nýting hennar er aðalatriðið í handbolta.
Einn af talsmönnum hefur sagt að í íslenska leikmannahópnum á HM séu sjö af allra bestu handboltamönnum heims og leitun sé að öðru liði, sem geti státað af slíku.
Hann telur þetta þó ekki aðalatriðið heldur hitt hvort breiddin í hópnum sé svo mikil, að hægt sé að tela fram tveimur fullmönnuðum liðum, þar sem hægt sé að beita fleiri en einni jafn áhrifamiklum leikuppstillingum og aðferðum.
Á langdregnu stórmóti sé beiting nógu margra manna í fremstu röð með fleiri en einu vel æfðu og árangursríku leikskipulagi sigurvænlegri kostur en það hvort hægt sé að stilla upp liði með sjö bestu leikmönnum heims.
Þetta eru athyglisverðir punktar og þrátt fyrir tíu marka sigur í leiknum við Grænhöfðaeyjar, gátu Grænhöfðamenn skorað allt of mörg mörk á ódýran hátt þegar slaknaði á íslensku vörninni við það að halda uppi þeim gríðarlega hraða og einbeitingu sem góð vörn kostaði.
Stemningin í landsliðinu hefur breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.