Fjölþjóðaþátttaka er tíð í styrjöldum.

Margar styrjaldar draga að sér þátttöku manna frá öðrum þjóðum en þeim, sem eru beinir þátttakendur. 

Sem dæmi má nefna spnnsku borgarastyrjölina 1936 til 1939, þar sem Þjóðverjar, Ítalir, Sovétmenn og fleiri sendu bæði fjölda "sjálfboðaliða" og vopn til Spánar. 

Hitler sendi sérstaka flugsveit með nýjustu herflugvélum sínum, Condor legion, og vakti steypiflugvélin Junkers JU-27 svo mikla skelfingu og hrylling með árásarmætti sínum, að það minnti á þann hrylling, sem kjarnorkusprengjan vakti áratu síðar. 

Árásin á bæinn Guernica í Baskalandi eftir Pablo Picasso er líklega frægasta málverk eða listaverk, sem gert hefur verið um hrylling styrjalda og hörmungar óbreyttra borgara. 

Eftir Heimsstyrjöldina kom fram, að jafnmargir Norðmenn höfðu barist fyrir Hitler gefn Sovétmönnum og þeir Norðmenn voru, sem voru í röðum andspryrnuhreyfingarinnar í Noregi gegn hernámi nasista.  

Fyrir Seinni heimsstýrjöldina seldu hin hlutlausa þjóð Bandaríkjamenn Bretum, Frökkum, Kínverjum og fleirum mikið af vopnum, og með svonefndum Lána og leigulögum ýmist lánuðu þeir enn meira af vopnum, þótt formlega væru Bandaríkin enn hlutlaus. 

Á milli styrjalda er stunduð gríðarleg vopnasala á milli þjóða, og hafa Svíar í öllu sínu langvarandi hlutleysi verið iðnir á því sviði, enda hafa staðið afar framarlega á einstökum sviðum vopna, svo sem hinni mjög svo fullkomnu SAAB Gripen orrustuþotu.  

Stundum er heitið staðgenglastríð notað um það þegar erlendar málaliðasveitir eða erlend vopn eru notuð eins og gerst hefur í Úkraínu. 

Þessa dagana vekur stigmögnun í vopnasendingum ótta um það að hernaðurinn fari úr böndum með þeirri hættu sem það skapar á útbreiðslu stríðsins og notkun kjarnorkuvopna.  


mbl.is Svíar senda vopn til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Söguþekking þín bregzt ekki frekar en fyrri daginn Ómar og ágætt að fá þetta yfirlit. En það verður að meta hvert stríð fyrir sig. 

Margir hafa tjáð sig um það að hættulegasta sviðsmyndin í sambandi við Úkraínustríðið sé að króa Pútín af hálfsigraðan, með þátttöku og hjálp sterkustu þjóðanna í Vestri. 

Gott að þú notir orðið staðgenglastríð. Það á vel við.

Nú á 21. öldinni þurfum við að fara mjög varlega eftir því sem fleiri þjóðir eignast gereyðingarvopn. Þetta Úkraínustríð verður að fara þannig að pólitísk og diplómatísk lausn finnist áður en allt fer úr böndum, - enda bara einn séns í boði, að tóna þetta niður eða lenda í gereyðingu, uppgjöf Pútíns og Rússa er ekki í stöðunni. Jafnvel þótt Pútín félli frá eða annar tæki við gæti einhver verri tekið við. Einhver möguleiki er á uppreisn innan Rússlands sem leiddi til friðsamlegrar uppgjafar eða friðarstefnu, en það er fráleitt hægt að treysta á það, eins líklegt að hlutir fari illa.

Upprunalega hættumatið um að Rússar ætli kannski að ráðast á fleiri lönd eða að heimsstyrjöld verði með sigri Rússa er mjög vafasamt ef ekki hreinlega alrangt.

Þetta er ekki sambærilegt við útþenslustefnu Þjóðverja 1939. Hitler hafði skrifað um það í Mein Kampf að hann vildi stækka Þýzkaland með stríðsrekstri. Pútín hefur talað um að endurvekja Rússland eins og það var fyrir hrun Sovétríkjanna að vísu, en tímarnir eru allt aðrir. 1939 voru stríð talin eðlileg, ekki 2022, sízt í Evrópu. Pútín veit að Bandaríkin fylgjast með honum. Óttinn við viðbrögð Bandaríkjanna hefur haldið leiðtogum Sovétríkjanna frá árásum. 

Ef ástæður Nató og Vesturveldanna er landvinningar í Rússlandi eða Úkraínu er þetta óafsakanlegt af þeim. Í skjölunum (tenglunum) sem fylgdu með greininni í DV "Dauðalistinn og tjáningarfrelsið" kemur fram að Nató byrjaði að móta andúð gegn Rússum meðal Úkraínumanna strax árið 1997 þegar sáttmáli var undirritaður um samstarf Úkraínu og Nató. Byltingin í Úkraínu 2014 var að undirlagi vestrænna aðila segja margir og rökstyðja. Hunter Biden er talinn eiga þátt í þeim atburðum. 

Sá áróður vestrænna meginstraumsfjölmiðla sem hefur staðið miklu lengur en frá innrásinni 2022 í Úkraínu að nauðsynlegt sé að frelsa Úkraínumenn undan Rússum er jafn litaður af kaldastríðshugsunarhætti og ástæður Pútíns fyrir innrásinni.

Að boða femínisma Vesturlanda með þessu stríði, með vopnasendum og aðstoð sem kostar æ fleiri mannslíf Úkraínumanna, það er ekki góðmennska. 

Alltaf þarf að endurmeta upprunalegar ástæður. Rangar ástæður Pútíns fyrir innrásinni eru slæmar, en ég segi það sama og þegar stríðið byrjaði: Líkurnar á að Pútín ráðist á fleiri lönd eru minni en meiri. 

Samningar, friður, að hjálpa aðilum í Úkraínu og Rússlandi sem vilja friðsamlega lausn, af hverju er ekki meira gert af því að ræða um slíkt?

Ingólfur Sigurðsson, 20.1.2023 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband