Munar öllu í þessari stöðu að ávinna sér rétt til ÓL-þáttöku.

Aðeins tvö mörk skildu Svía og Ungverja að í kvöld í sænskum sigri yfir Portúgölum, en þau geta skipt miklu um það að HM hafi að þessu sinni verið endastöð, heldur áfangi á leið liðsins á næstu Ólympíuleika. 

Þótt ekki gengi allt upp hjá íslenska liðinu, var þó til ekki til einskis barist.  

Svo virðist samkvæmt því umtali sem verið hefur og er um samning Guðmundar Guðmundssonar við HSÍ að ólympíuþáttaka sé hluti af umsamdri þjálfun hans fyrir landsliðið og verður fróðlegt að sjá hvernig unnið verður úr því.  


mbl.is Svíar hjálpuðu Íslendingum og sendu Ungverja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skil ekki alveg hvað þú átt við í síðustu málsgreininni. Er eitthvað ákvæði í samningnum við Guðmund að það megi rifta honum fyrir tímann, komist Ísland ekki á ÓL?

Mér sýnist möguleikarnir að komast á ÓL 2024 vera ágætir. Við þurfum að lenda í 6. sæti eða ofar. Frá þessum 6 liða hóp dragast síðan þær þjóðir sem voru öruggar inn á ÓL fyrir.

Áttunda sætið gæti því dugað, fer eftir því hvaða þjóðir verða í efstu sætunum. Engan veginn auðvelt verkefni, en ekki óyfirstíganlegt.

Theódór Norðkvist, 23.1.2023 kl. 10:52

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lenda í 6. sæti á EM, átti þetta að vera (ef ég er að skilja þetta rétt.)

Theódór Norðkvist, 23.1.2023 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband