Munur á þægindum, sem skiptir máli.

Einu sinni var ekki hægt að halla framsætum aftur í venjulegum fólksbílum. Í dag dettur varla nokkrum manni í hug að framsætin séu ekki hallanleg, jafnvel alla leið aftur. 

Að meðaltali eyðir fólk svo miklum hluta lífs síns í bílsæætum, að það er heilsufarslegt atriði að geta hallað sætum aftur að vild. 

Seta í aftursætum er svo lítill hluti af heildarseti í bílum, að möguleikar til afturhalla skipta margfalt minna máli í heildina tekið. 

Á löngum flugleiðum er það mikill munur fyrir flesta að geta "hallað sér" eins og Gísli Halldórsson leikari sagði svo eftirminnilega hér í eina tíð.  


mbl.is Hallanleg flugsæti gætu heyrt sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sætin í Ford Fairmont voru með talsverðum halla, örguuglega 50°.  Það var mjög notalegt.

Ekki stllanleg.  Sem var verra fyrir þá sem vilja sitja uppréttir.  Veit ekki hvers vegna nokkur maður vill það.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2023 kl. 16:03

2 identicon

Það er einkennileg krafa að fá að reka sætisbakið í andlitið á farþega fyrir aftan sig.  Ekki er þetta hægt í strætó eða rútum, og þá eru flestar skrifstofublækur sitjandi í stól allan vinnudaginn sem ekki ert hægt að halla.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband