Bíða allar keppnir ósigur?

Enn einu sinni er sagt að einhver hafi "sigrað keppnina."  Hér er á ferðinni hvimleið orðanotkun, því að í keppni sigra keppendur aðra keppendur en ekki keppnina sem slika. 

Samkvæmt rökréttri orðanna hljóðan i þessari frétt, beið keppnin ósigur fyrir sigurvegurunum. 

Málið er einfalt. Einn keppandi eða keppnislið er sigurvegari í keppninni og ber sigurorð af öðrum keppendum, en ber ekki sigurorð af keppninni sjálfri. 

Svo stórkarlaleg er þessi orðanotkun orðin, að einstaklingar er sagðir "sigra Eurovision", og þar með biður þetta milljarða fyrirbæri enginn smáræðis ósigur þegar aðeins einn einstaklingur lætur það lúta í lægra haldi eins og það leggur sig.    

 


mbl.is Heimsmeistari í Formúlu 1 kallar þetta trúðasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband