27.1.2023 | 12:20
Meiri sveigjanleika við starfslok?
Þörfin á meiri sveigjanleika varðandi starfslok virðist hafa aukist síðustu ár, og það í báðar áttir.
Fyrir nokkrum árum hafði orðið kulnun varla heyrst varðandi fólk með útbrunnið starfsþrek af ýmsum ástæðum. Það bendir til að huga þurfi að þeim möguleika að hægt sé að hætta störfum fyrr en við 67 eða 70 ára aldur.
Á hinn bóginn fjölgar þeim, sem vegna framfara í heilbrigðismálum, lengri meðalaldurs eða annarra atriða eru enn með gott starfþrek um sjötugt og vildu gjarnan fá að halda áfram.
Það sýnist því þörf á að skoða möguleika á sveigjanlegri starfslokum en verið hafa
Hækkun á eftirlaunaaldri möguleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.