Biðin eftir alvöru úrvali af alvöru rafjeppum á enda?

Rafbílavæðingin hefur verið örust í millistærð þar sem er gjöfulasti markhópur bíla, fólk með góðar tekjur, sem vill góða bíla "með ðllu." Audi jeppi.

Bílaframleiðendur hafa gert minna í framleiðslu ódýrustu og minnstu rafbílanna annars vegar, og hins vegar alvöru jeppa með alvöru veghæð og drífbúnaði. 

NÚ viröist hylla undir síðar nefnda flokkinn, ef marka má ýmsar hugmyndr um slíka jeppa, svo sem rafknúinn lengdan Jimny með fernum dyrum. 

Og sérstaka ánægju jeppaunnenda vekja hugmyndir líkar þeim hjá Audi, sem hafa sýnt alveg einstaklega flottann jeppa, sem hugsanlega á að velgja G-Wagen hjá Benz. 

Lagið á yfirbyggingunni er þess eðlis, að þessi bíll gæti borið enska heitið SUV með meiri rentu en flestir allir: Sport-Utility-Vehicle. 


mbl.is Kynna nýjan alrafmagnaðan lúxusjeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband