Erfiðasta veðurspásvæði heims fyrir veðurfræðinga?

Ár hvert erum við Íslendingar minntir harkalega á, að í janúar og febrúar er dýpsta lágþrýstisvæði jarðarinnar rétt suðvestan við Íslands að meðaltali á sama tíma og næst hæsta háþrýstisvæði heims, næst á eftir Síberíu, er yfir Grænlandi. 

Afleiðingunum er vel lýst á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta Jónssonar, þar sem hann lýsir "Stóra bola", kuldapollinum stóra fyrir norðvestan Ísland og þeim fjölbreytilegu og miklu sviptingum og átökum, sem framundan séu á milli krappra lægða, sem þrífist á harkalegum átökum hita og kulda á skilunum á milli hinna tveggja veðurkerfa hita og kulda sem sveiflast og breytast hratt. 

Þegar svona lægðir geysast yfir landið geta aðeins nokkur hundruð kílómetra skekkjur í því hvernig þar fara yfir gjörbreytt spám veðurfræðinga.   

"Veðurfræðingar ljúga" söng Bogomil Font hér um árið, þegar hann var að segja frá því fyrirbæri, sem kannski væri réttara og sanngjarnara að orða þannig að syngja "veðurfræðingum skjátlast."  

Segja má að þeir geti ekki komist hjá því að skjátlast þegar ef til vill er hér um að ræða erfiðasta veðurspávæði heims á þessum árstíma. 

Þegar litið er á veðurspákort yfir norðurálfu er sláandi að sjá, að á stórum svæðum utan átakasvæðanna er greinilega auðvelt að nota spá um sama veðrið jafnvel vikum saman. 


mbl.is Lægðir á leiðinni og mjög viðkvæm staða í spám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband