Skortir á umferðarmenningu á göngu- og hjólastígum.

Þótt hraðinn sé minni og ökutækin líka á göngu- og hjólastígum heldur en á götunum, er hætta á slysum síst minni. Tvær rafskútur Laugavegi

Ástæðan er hin sama og á götunum, landlæg umferðarómenning. 

Lítið dæmi um það er að bjöllurnar á rafknúnum og fótknúnum reiðhjólum eru yfirleitt aldrei notaðar. Hvers vegna heldur fólk eiginlega að þessar bjöllur séu á hjólunum? 

Heyra má þá afsökun, að þeir sem hringja bjöllunum séu með því að sýna frekju og oflæti, en það er einmitt þveröfugt, að það að hringja bjöllunnni er öryggis- og kurteisisatriði; svipað og þegar gefið er stefnuljós á bílum eða vélhjólum. DSC09810 

Ábendingarnar hjá talsmönnum blindra varpa skýru ljósi á kæruleysið og skilningsleysið, sem veður uppi í mörgum atriðum, þeirra á meðal meðferð á hjólaskútum. 

Um þetta er fjallað í viðtengdri frétt á mbl.is

Fjölbreytnin í framleiðslu rafknúinna hjóla fer vaxandi og fjölbreyttari flóra af farartækjum á göngu- og hjólastígum kallar á aukna meðvitund um öryggismál á þessu sviði samgangna.

Léttir og reiðhjól

Léttir og reiðhjól

 

  


mbl.is Forðast göngustíga vegna rafskútanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband