"Þessu þakka ég Útilíf"! Hvernig er svona bull mögulegt?

"Þessu þakka ég Útilíf!" var upphrópun sem lesin var i auglýsingu i sjónvarpi i kvöld.  

Hvernig er svona bull mögulegt í eins rándýru sjónvarpsefni og auglýsing á dýrasta útsendingartíma dagsins er?  

Í auglýsingunni er tilgangurinn að þakka auglýsandanum fyrir vöru eða þjónustu, en útkoman verður óskapnaður.  

Í þessum bulltexta fær ákveðið fyritæki svipað sérleyfi og sífjölgandi fyrirtækjum og félögum er veitt daglega frá því að fallbeygja nöfn sín eftir íslenskum málfarsreglum. 

Þetta eru heiti eins og til dæmis Útilíf, Hagkaup, Bónus og Breiðablik. 

Leikmaður leikur hjá Breiðablik og verslar í Útilíf.  

Í auglýsingunni "Þessu þakka ég Útilíf" eru fjögur orð, og helmingur þeirra er bull.  

Meiningin hlýtur að eiga að vera þessi: "Þetta þakka ég Útilífi." 

En vitleysan flýgur í gegnum málfarseftirlit hjá fjölmiðli, sem hefur lagaskyldu til að standa vörð um íslenska tungu og menningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2023 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband