Það þykir mjög fréttnæmt hin síðari ár, að "miklar áskoranir séu" fyrir slökkvilið að takast á við eld í rafbílum, og þegar þetta fréttist fyrst hér á landi fylgdu því miklar hryllingssögur um það hve hræðileg rafknúin farartæki væru.
Fyrir rúmri öld voru þó mun meiri tímamót á þessu sviði, þegar "miklar áskoranir voru" hjá slökkviliði að slökkva elda í eldsneytisknúnum farartækjum.
Ástæðan var augljós; það hafði aldrei þurft að slökkva í hestum og hestvögnum. Einvhern veginn voru aldrei kyntar af stað hryllingssögur af eldi í eldnsneytisknúnum bílum svo að séð verði á blöðunum frá þessum tíma.
Málið lá ljóst fyrir þá og liggur enn: Öll driflína eldsneytisknúinna bíla er vörðuð af nöfnum eins og brunahólf, sprengihólf, neistatappar (spark plugs), kveikja, eldsneytisleiðslur, eldsneytisdæla, eldneytisgeymir o. s. frv.
Ef viðtengd frétt á mbl. is er lesin, sést þessu betur lýst, og aðeins vantar að segja betur frá þeim staðreyndum að eldhætta er mun meiri í eldnseytisknúnum bílum en rafknúnum bílum.
Enda heitir dísilbíll á þýsku selbstunder, sem í hrárri þýðingu útleggst "sjálfsíkveikjubíll."
Ekkert hliðstætt heiti er að finna í eldsneytisknúnu bílum.
Vilja geta sett bílana í vatnsbað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.