Hrikalegt vanmat Þjóðverja 1941-42. Hvað nú?

Þótt Pútín sé að bera saman ólíka heri og stjórnendur með þýskum skriðdrekum núna og árin 1941 til 1942, er eitt sameiginlegt atriði hugsanlega: Vanmat Þjóðverja á stærð og getu rússneska hersins.  

Í upptðku, sem varðveist hefur af samtali Hitlers og Mannerheims leiðtoga Finna 1943, lýsir Hitler því, að eftir að Þjóðverjar höfðu fyrstu fimm mánuði sóknar sinnar inn í Sovétríkin talið Rauða herinn gersigraðan eftir að hann hefði misst milljónir manna og stóran hluta vígbúnaðar síns og iðnaðarframleiðslu auk kornakranna í Úkraínu, væri stríðið unnið. 

Þá hefði engan órað fyrir því að Rússum hefði tekist það kraftaverk að flytja hergagnaverksmiðjur sínar í heilu lagi meira en þúsund kílómetra austur fyrir Úralfjðll, og því gætu þeir framleitt 3000 flugvélar á ári og alls 84 þúsund T-34 skriðreka, auk þess að kalla til margra milljóna varalið og öflugar og vel búnar hersveitir yfir endilanga Síberíu. 

En á grundvelli þessa hefðu Rússar stöðvað innrásarherinn aðeins 19 kílómetra frá Kreml og unnið orrustuna um Moskvu. 

Úkraínustríðið hefur að vísu byrjað með hrakförum Rússa eins og stríðið 1941, en spurningin er hvort sterk föðurlandsskírskotun nú, líkt og 1941, muni ráð úrslitum um eflingu rússneska hersins að því marki að herða stríðið og draga það á langinn. Þýsku Leopard skriðdrekarnir eru að vísu góðir, en Pútín reynir að minna landa sína á það, þegar þýskir Panther skriðdrekar fóru síðast fram í landi þeirra 1941.   


mbl.is Óskar eftir orrustuþotum frá Evrópuþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki var verra fyrir Rússa að hafa Bandaríkin til stuðnings. Hergögn og hráefni frá Bandaríkjunum hefur örugglega komið sér vel.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2023 kl. 14:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi hergögn skiptu máli, en meira en 90 prósent af hergagnaframleiðslunni kom í gegnum hinn ótrúlega framleiðslumátt Rússa sjálfra. Bandarísku skriðdrekana var ekki hægt að nota í bardögum; þar skiptu rússnesku T-34 drekarnir öllu. 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2023 kl. 18:33

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Áhugavert að þú minnist á þessa upptöku Ómar af samtali Hitlers og Mannerheims, sem mig langar að prjóna eilítið við og leyfa mér að gera smá athugasemdir.

Í fyrsta lagi þá átti þetta samtal sér ekki stað árið 1943 heldu 1942. Nánar tiltekið þann 4. júní á 75 ára afmælisdegi Mannerheims, í borginni Imatra í suðurhluta Finnlands. En þangað var Hitler kominn til að heiðra þennan bandamann sinn, Commander-in-Chief of Finnish Defence Forces.

Þetta samtal var háleynilega tekið upp án vitundar þeirra félaga og mun ekki hafa birst opinberlega fyrr en 1957.

Ég hef hlustað á þetta viðtal sem að sjálfsögðu fer fram á Þýsku.  Þar heldur Hitlar því hvergi fram að hann hafi talið Rauða-herinn sigraðan, hvað þá gersigraðan,  fimm mánuði eftir að innrásinn hófst, eins og þú heldur fram Ómar. Í löngu tali lýsir Hitler því hve það hafi komið flatt uppá Þjóðverja hversu vel Rússar voru vopnum búnir og þá sérstaklega hinn griðarlegi fjöldi skriðdreka.  Þvert á móti virðist Hitler í viðtalinh alveg hafa gert sér grein fyrir því að Rauði herinn var hvergi nærri stigraður fimm mánuðum eftir að innrásin hófst, eða í desember 1941, þegar sýnt var að hertaka Moskvu hafði mistekist.

Daníel Sigurðsson, 9.2.2023 kl. 22:16

4 identicon

Sæll Ómar.

Til viðbótar því sem þegar hefur komið fram
um upptökuna af samtali Hitlers og Mannerheims,
þá er þetta eina upptakan sem til er af
eðlilegri rödd Hitlers.

---

Annað gjörsamlega óskylt með öllu en hefur þó
með upptöku að gera.

Einar Benediktsson, skáld lést 12. janúar 1940.

Ekki er til í safni Ríkisútvarpsins ein einasta hljóðupptaka með rödd Einars Benediktssonar.

Hvernig má það vera þar sem öll tækni var til staðar að
varðveita mætti þessa röddu?

Hann bjó erlendis í mörg ár, - umsvif hans slík 
að nær óhugsandi er að ekki leynist í einhverjum stað
upptaka af rödd þessa skáldjöfurs íslenskrar þjóðar.

Þarf ekki að bæta úr þessu, Erlendur?(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 12.2.2023 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband