17.2.2023 | 00:08
Dacia Spring líka til Íslands, "rafbíll litla mannsins."
Kínverjar og Tævanbúar standa mjög framarlega í framleiðslu rafknúinna farartækja af öllu tagi og því er innflutningur á BYD mál, sem vert er að gefa auga.
En í auglýsijngu í dag má sjá, að annar bíll, "rafbíll litla mannsins" Dacia Spring sé líka kominn til landsins líkt og hann er í Danmörku.
Verð bílsins, 3,4 milljónir, sýnir það sem sýna þarf, og hér á síðunni hefur verið auglýst eftir því að reynt sé að uppfylla þörfina á svona bíl.
Með því að skoða gögn um bílinn á netinu má lesa úr tölum, hver galdurinn er í aðalatriðum.
Með því að ná fram með hönnunarbrögðum léttingu bílsins, er uppgefin tómaþyngd aðeins 1045 kíló, sem er alveg ótrúleg tala, aðeins 100 kílóum þyngri en þyngd á tveggja sæta rafbílnum Invicta með 27 kwst rafhlöðu.
Fyrir bragðið er WLPT drægni Dacia Spring uppgefin 230 km, sem auðvitað er lægri en á flestum öðrum bílum, en getur alveg gagnast fyrir nægjusama.
Stærð rafhlöðunnar í Dacia Spring er rúmlega 27 kwst, en til samanburðar var rafhlaðan i fyrstu kynslóð Nissan Leaf 24 kwst.
En Leaf var hálfu tonni þyngri en Spring er, þannig að drægni Spring er furðu góð.
Spring er auðvitað málamiðlun, og til þess að fá fram þetta lága verð er aukabúnaður kannski eitthvað minni en ella. Bíllinn er mjór og stuttur og rými mætti vera betra í aftursætunum, en staðsetning rafhlaðnanna undir þeim, er hluti af hugvitssamlegri útfærslulausn.
Bíllinn hallast talsvert í beygjum miðað við aðra, stjörnurnar í NCAP mættu vera fleiri.
En aðalatriðið er að eins og áður í framleiðslu bíla, hefur Dacia verksmiðjunum tekist að brjóta kostnaðarmúr með framleiðslu þessa bíls, sem skilar af sér þolanlegri drægni, 125 km/klst hámarkshraða, sætum fyrir fjóra og 290 lítra farangursrými, en vera samt minni um sig en Toyota Aygo X.
Neðst á síðunni er mynd af tveimur ódýrustu rafbílunum, sem hafa verið fluttir inn til landsins, báðir tveggja sæta; sá fremri er Invicta 2ds en hinn aftari Tazzari Zero EM1.
Verð þess fremri er um 2,5 millur, en 2016 þegar sá aftari var fluttur inn, var verðið 2 millur. Mæld drægni var 115 km á Invicta og hámarkshraði 90 km/klst plús, en 90 km drægni og hámarkshraði 100 km/plús á Tazzari.
BYD til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má búast við því að sjálfkeyrandi bílar komi á markað innan fárra ára. Mætti þá hugsa sér að hægt verði að panta bílstjóralausan leigubíl.
Þá yrði nauðsynlegt að endurbæta gatnakerfið með tilliti til þess. Væri það ekki skynsamlegra heldur en að eyða hundruðum milljarða í einhverja "borgarlínu"?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.2.2023 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.