18.2.2023 | 13:49
"Höll íss og eims." Askja er engu lík.
Flestir sem koma í Öskju í fyrsta sinn, ekki síst útlendingar, gapa af undurn yfir því sem þeir sjá.
Heitið askja er íslensk þýðing á fræðiorðinu caldera, og þarna blasir við hringlaga fjallarimi utan um heild sem er eins og askja í laginu.
Á botni öskjunnar er síðan vatn sem myndaðist í stórgofinu 1875, 180 metra djúpt og dýpsta vatn landsins og með volgan sprengigíg í einu horninu.
Sú staðreynd að svona óvenjuleg risamíð sé ekki eldri en þetta vekur mikla undrun og aðdáun ferðafólks, rétt eins og að verið sé að virða fyrir sér upprunalegu sköpun jarðarinnar.
Ekki minnkar dulúðíð þegar staðið er við minnisvarða um þýsku vísindamennina Knevel og Rudloff, sem hurfu þarna sporlaust 1907 og einnig sú staðreynd að Sigurður Þórarinsson skyldi leiða bandarísku tunglfarana þangað 1967 í æfingaferð fyrir fyrstu tunglferðina 1969. Við þetta bætist síðan sú staðreynd, að allar gðtur síðan 1907 hafi þótt reimt á þessu svæði.
Þessu lýsa Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir við undirleik Þóris Úlfarssonar í laginu "Kóróna landsins" svona:
"Beygðir í duftið dauðlegir menn
dómsorði skaparans hlíta;
framliðnar sálir við Öskjuvatn enn
sig ekki frá gröf sinni slíta.
Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn:
Eldstöð og skaflana hvíta.
Alvaldsins sköpun og eyðingu´í senn
í Öskju þeir gerst mega líta.
Höll íss og eims,
upphaf vors heims,
djúp dularmögn;
dauði og þðgn..."
Engin skýr merki um virkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jökulsárlón telst nú orðið sem dypsta stöðuvatn Íslands
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.2.2023 kl. 16:57
Rétt er það, meira en 200 m djúpt. En í textanum segir frá því, sem rétt þótti frá 1875 og fram á 21. öldina.
Ómar Ragnarsson, 18.2.2023 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.